"Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Ingvar Haraldsson skrifar 9. apríl 2014 16:17 Snorri Óskarsson og Brekkuskóli. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag í máli Snorra Óskarssonar, kenndum við Betel, gegn Akureyrarbæ. Málið snérist um brottrekstur Snorra úr starfi sem kennari í Brekkuskóla sumarið 2012. Brottrekstrarsökin voru bloggfærslur sem Snorri birti á heimasíðu sinni um samkynhneigð. Úrskurður innanríkisráðuneytisins var á þá leið að ekki hefði verið ástæða til að segja Snorra upp. „Það er mat ráðuneytisins að sú áminning sem Akureyrarkaupstaður veitti Snorra Óskarssyni í febrúar 2012 hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sú áminning sem Snorra var veitt þann 13. febrúar 2012 hafi verið ólögmæt og gat því ekki verið fullnægjandi grundvöllur uppsagnar hans.“ Í framhaldinu hyggst Snorri í Betel ráðfæra sig við kennarasambandið og vel komi til greina að fara með málið fyrir dómsstóla. Málið snúist um mannréttindi „.Þetta snýst ekki bara um mig. Þetta snýst um tjáningarfrelsi og hagsmuni kennara. Mega kennarar tjá sig, hafa skoðanir og blogga? Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum.“Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Skólastjórnendur létu undan þrýstingi Snorri segir skólastjórnendur hafa brugðist honum og látið undan þrýstingi. Þeir hafi ekki staðið vörð um hagsmuni sína sem kennara. En hvaðan kom þessi þrýstingur? „Ég hugsa að þeir hafi látið undan þrýstingi frá stjórnmálamönnum og vinstri hópnum, þá sérstaklega Samfylkingunni. Það var einkum Logi Már Einarsson oddamaður í bæjarstjórn og þáverandi varaþingmaður.“ Logi Már er efsti maður á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Logi svarði ásökunum Snorra á þá leið að hann hafi ekki haft neitt boðvald yfir skólastjórnendum. Hann hafi hinsvegar setið í skólanefnd Brekkuskóla og tekið málið upp þar. „Ég fékk símtöl frá foreldrum og fylgdist með hvernig hann tjáði sig um samkynhneigða vitandi það að hann væri að kenna unglingum sem væru hugsanlega samkynhneigðir. Einnig væri líklegt að nemendur ættu foreldra sem væru samkynhneigðir. Ég taldi að ummælin væru það gróf að ummælin samræmdust á engan hátt störfum hans sem barnakennara. Ég er enn á þeirri skoðun að kennari og aðrir opinberir starfsmenn sem vinna með börnum geti ekki látið svona frá sér. Það sé alveg sama þó klukkan sé orðinn fimm og þeir séu heima í tölvunni.“ En er Snorri enn sömu skoðunar um samkynhneigð? „Það er mjög klárt hjá Jesú Kristi. Karlmenn og konur eiga að lifa saman sem hjón og gera það alveg fram í rauðan dauðann. Það er rangt að karlmenn lifi saman og konur lifi saman.“ Hægt er að lesa úrskurð Innaríkisráðuneytisins í heild sinni hér. Tengdar fréttir Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag í máli Snorra Óskarssonar, kenndum við Betel, gegn Akureyrarbæ. Málið snérist um brottrekstur Snorra úr starfi sem kennari í Brekkuskóla sumarið 2012. Brottrekstrarsökin voru bloggfærslur sem Snorri birti á heimasíðu sinni um samkynhneigð. Úrskurður innanríkisráðuneytisins var á þá leið að ekki hefði verið ástæða til að segja Snorra upp. „Það er mat ráðuneytisins að sú áminning sem Akureyrarkaupstaður veitti Snorra Óskarssyni í febrúar 2012 hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sú áminning sem Snorra var veitt þann 13. febrúar 2012 hafi verið ólögmæt og gat því ekki verið fullnægjandi grundvöllur uppsagnar hans.“ Í framhaldinu hyggst Snorri í Betel ráðfæra sig við kennarasambandið og vel komi til greina að fara með málið fyrir dómsstóla. Málið snúist um mannréttindi „.Þetta snýst ekki bara um mig. Þetta snýst um tjáningarfrelsi og hagsmuni kennara. Mega kennarar tjá sig, hafa skoðanir og blogga? Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum.“Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Skólastjórnendur létu undan þrýstingi Snorri segir skólastjórnendur hafa brugðist honum og látið undan þrýstingi. Þeir hafi ekki staðið vörð um hagsmuni sína sem kennara. En hvaðan kom þessi þrýstingur? „Ég hugsa að þeir hafi látið undan þrýstingi frá stjórnmálamönnum og vinstri hópnum, þá sérstaklega Samfylkingunni. Það var einkum Logi Már Einarsson oddamaður í bæjarstjórn og þáverandi varaþingmaður.“ Logi Már er efsti maður á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Logi svarði ásökunum Snorra á þá leið að hann hafi ekki haft neitt boðvald yfir skólastjórnendum. Hann hafi hinsvegar setið í skólanefnd Brekkuskóla og tekið málið upp þar. „Ég fékk símtöl frá foreldrum og fylgdist með hvernig hann tjáði sig um samkynhneigða vitandi það að hann væri að kenna unglingum sem væru hugsanlega samkynhneigðir. Einnig væri líklegt að nemendur ættu foreldra sem væru samkynhneigðir. Ég taldi að ummælin væru það gróf að ummælin samræmdust á engan hátt störfum hans sem barnakennara. Ég er enn á þeirri skoðun að kennari og aðrir opinberir starfsmenn sem vinna með börnum geti ekki látið svona frá sér. Það sé alveg sama þó klukkan sé orðinn fimm og þeir séu heima í tölvunni.“ En er Snorri enn sömu skoðunar um samkynhneigð? „Það er mjög klárt hjá Jesú Kristi. Karlmenn og konur eiga að lifa saman sem hjón og gera það alveg fram í rauðan dauðann. Það er rangt að karlmenn lifi saman og konur lifi saman.“ Hægt er að lesa úrskurð Innaríkisráðuneytisins í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07