"Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Ingvar Haraldsson skrifar 9. apríl 2014 16:17 Snorri Óskarsson og Brekkuskóli. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag í máli Snorra Óskarssonar, kenndum við Betel, gegn Akureyrarbæ. Málið snérist um brottrekstur Snorra úr starfi sem kennari í Brekkuskóla sumarið 2012. Brottrekstrarsökin voru bloggfærslur sem Snorri birti á heimasíðu sinni um samkynhneigð. Úrskurður innanríkisráðuneytisins var á þá leið að ekki hefði verið ástæða til að segja Snorra upp. „Það er mat ráðuneytisins að sú áminning sem Akureyrarkaupstaður veitti Snorra Óskarssyni í febrúar 2012 hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sú áminning sem Snorra var veitt þann 13. febrúar 2012 hafi verið ólögmæt og gat því ekki verið fullnægjandi grundvöllur uppsagnar hans.“ Í framhaldinu hyggst Snorri í Betel ráðfæra sig við kennarasambandið og vel komi til greina að fara með málið fyrir dómsstóla. Málið snúist um mannréttindi „.Þetta snýst ekki bara um mig. Þetta snýst um tjáningarfrelsi og hagsmuni kennara. Mega kennarar tjá sig, hafa skoðanir og blogga? Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum.“Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Skólastjórnendur létu undan þrýstingi Snorri segir skólastjórnendur hafa brugðist honum og látið undan þrýstingi. Þeir hafi ekki staðið vörð um hagsmuni sína sem kennara. En hvaðan kom þessi þrýstingur? „Ég hugsa að þeir hafi látið undan þrýstingi frá stjórnmálamönnum og vinstri hópnum, þá sérstaklega Samfylkingunni. Það var einkum Logi Már Einarsson oddamaður í bæjarstjórn og þáverandi varaþingmaður.“ Logi Már er efsti maður á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Logi svarði ásökunum Snorra á þá leið að hann hafi ekki haft neitt boðvald yfir skólastjórnendum. Hann hafi hinsvegar setið í skólanefnd Brekkuskóla og tekið málið upp þar. „Ég fékk símtöl frá foreldrum og fylgdist með hvernig hann tjáði sig um samkynhneigða vitandi það að hann væri að kenna unglingum sem væru hugsanlega samkynhneigðir. Einnig væri líklegt að nemendur ættu foreldra sem væru samkynhneigðir. Ég taldi að ummælin væru það gróf að ummælin samræmdust á engan hátt störfum hans sem barnakennara. Ég er enn á þeirri skoðun að kennari og aðrir opinberir starfsmenn sem vinna með börnum geti ekki látið svona frá sér. Það sé alveg sama þó klukkan sé orðinn fimm og þeir séu heima í tölvunni.“ En er Snorri enn sömu skoðunar um samkynhneigð? „Það er mjög klárt hjá Jesú Kristi. Karlmenn og konur eiga að lifa saman sem hjón og gera það alveg fram í rauðan dauðann. Það er rangt að karlmenn lifi saman og konur lifi saman.“ Hægt er að lesa úrskurð Innaríkisráðuneytisins í heild sinni hér. Tengdar fréttir Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag í máli Snorra Óskarssonar, kenndum við Betel, gegn Akureyrarbæ. Málið snérist um brottrekstur Snorra úr starfi sem kennari í Brekkuskóla sumarið 2012. Brottrekstrarsökin voru bloggfærslur sem Snorri birti á heimasíðu sinni um samkynhneigð. Úrskurður innanríkisráðuneytisins var á þá leið að ekki hefði verið ástæða til að segja Snorra upp. „Það er mat ráðuneytisins að sú áminning sem Akureyrarkaupstaður veitti Snorra Óskarssyni í febrúar 2012 hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sú áminning sem Snorra var veitt þann 13. febrúar 2012 hafi verið ólögmæt og gat því ekki verið fullnægjandi grundvöllur uppsagnar hans.“ Í framhaldinu hyggst Snorri í Betel ráðfæra sig við kennarasambandið og vel komi til greina að fara með málið fyrir dómsstóla. Málið snúist um mannréttindi „.Þetta snýst ekki bara um mig. Þetta snýst um tjáningarfrelsi og hagsmuni kennara. Mega kennarar tjá sig, hafa skoðanir og blogga? Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum.“Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Skólastjórnendur létu undan þrýstingi Snorri segir skólastjórnendur hafa brugðist honum og látið undan þrýstingi. Þeir hafi ekki staðið vörð um hagsmuni sína sem kennara. En hvaðan kom þessi þrýstingur? „Ég hugsa að þeir hafi látið undan þrýstingi frá stjórnmálamönnum og vinstri hópnum, þá sérstaklega Samfylkingunni. Það var einkum Logi Már Einarsson oddamaður í bæjarstjórn og þáverandi varaþingmaður.“ Logi Már er efsti maður á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Logi svarði ásökunum Snorra á þá leið að hann hafi ekki haft neitt boðvald yfir skólastjórnendum. Hann hafi hinsvegar setið í skólanefnd Brekkuskóla og tekið málið upp þar. „Ég fékk símtöl frá foreldrum og fylgdist með hvernig hann tjáði sig um samkynhneigða vitandi það að hann væri að kenna unglingum sem væru hugsanlega samkynhneigðir. Einnig væri líklegt að nemendur ættu foreldra sem væru samkynhneigðir. Ég taldi að ummælin væru það gróf að ummælin samræmdust á engan hátt störfum hans sem barnakennara. Ég er enn á þeirri skoðun að kennari og aðrir opinberir starfsmenn sem vinna með börnum geti ekki látið svona frá sér. Það sé alveg sama þó klukkan sé orðinn fimm og þeir séu heima í tölvunni.“ En er Snorri enn sömu skoðunar um samkynhneigð? „Það er mjög klárt hjá Jesú Kristi. Karlmenn og konur eiga að lifa saman sem hjón og gera það alveg fram í rauðan dauðann. Það er rangt að karlmenn lifi saman og konur lifi saman.“ Hægt er að lesa úrskurð Innaríkisráðuneytisins í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07