Napoli féll úr leik í Portúgal | Úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. mars 2014 16:27 Leikmenn Porto fagna í kvöld. Vísir/Getty Napoli er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir að hafa gert jafntefli við Porto í Portúgal í kvöld, 2-2. Niðurstaðan var 3-2 samanlagður sigur Portúgalanna.Goran Pandev kom reyndar Napoli yfir í kvöld með marki á 21. mínútu eftir vel útfærða sókn Ítalanna. Þar með jafnaði hann metin í rimmunni. En möguleikar Ítalanna urðu að engu um miðjan síðari hálfleikinn er Porto skoraði tvívegis með skömmu millibili. Fyrst Nabil Ghilas og svo Ricardo Quaresma með hörkuskoti eftir frábæran sprett.Duvan Zapata klóraði í bakkann fyrir Napoli með marki af stuttu færi í uppbótartíma en það reyndist einungis sárabót. Juventus, sem féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, komst áfram í 8-liða úrslit keppninnar fyrr í kvöld og er eina ítalska liðið sem er eftir í Evrópukeppnunum.Basel komst áfram eftir magnaðan sigur á Red Bull Salzburg í Austurríki í kvöld, 2-1. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli í Sviss. Basel missti mann af velli með rautt spjald strax á níundu mínútu og stuttu síðar kom markahrókurinn Jonathan Soriano Red Bull yfir. Þá þurfti að stöðva leikinn í um tíu mínútur eftir að stuðningsmaður Basel kastaði blysi inn á völlinn. Það hefur greinilega kveikt í leikmönnum Basel því liðið tryggði sér sigur með mörkum Marco Streller og Gaston Sauro í upphafi síðari hálfleiks.Sevilla komst svo áfram eftir sigur á Real Betis í vítaspyrnukeppni í kvöld. Leik liðanna í kvöld lyktaði með 2-0 sigri Sevilla en Real Betis vann fyrri leikinn með sama mun. Því þurfti að framlengja en ekkert mark var skorað í henni. Sevilla hafði svo betur í vítaspyrnukeppninni, 4-3.AZ Alkmaar komst fyrr í kvöld áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, rétt eins og Benfica, Juventus, LyonogValencia. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira
Napoli er úr leik í Evrópudeild UEFA eftir að hafa gert jafntefli við Porto í Portúgal í kvöld, 2-2. Niðurstaðan var 3-2 samanlagður sigur Portúgalanna.Goran Pandev kom reyndar Napoli yfir í kvöld með marki á 21. mínútu eftir vel útfærða sókn Ítalanna. Þar með jafnaði hann metin í rimmunni. En möguleikar Ítalanna urðu að engu um miðjan síðari hálfleikinn er Porto skoraði tvívegis með skömmu millibili. Fyrst Nabil Ghilas og svo Ricardo Quaresma með hörkuskoti eftir frábæran sprett.Duvan Zapata klóraði í bakkann fyrir Napoli með marki af stuttu færi í uppbótartíma en það reyndist einungis sárabót. Juventus, sem féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, komst áfram í 8-liða úrslit keppninnar fyrr í kvöld og er eina ítalska liðið sem er eftir í Evrópukeppnunum.Basel komst áfram eftir magnaðan sigur á Red Bull Salzburg í Austurríki í kvöld, 2-1. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli í Sviss. Basel missti mann af velli með rautt spjald strax á níundu mínútu og stuttu síðar kom markahrókurinn Jonathan Soriano Red Bull yfir. Þá þurfti að stöðva leikinn í um tíu mínútur eftir að stuðningsmaður Basel kastaði blysi inn á völlinn. Það hefur greinilega kveikt í leikmönnum Basel því liðið tryggði sér sigur með mörkum Marco Streller og Gaston Sauro í upphafi síðari hálfleiks.Sevilla komst svo áfram eftir sigur á Real Betis í vítaspyrnukeppni í kvöld. Leik liðanna í kvöld lyktaði með 2-0 sigri Sevilla en Real Betis vann fyrri leikinn með sama mun. Því þurfti að framlengja en ekkert mark var skorað í henni. Sevilla hafði svo betur í vítaspyrnukeppninni, 4-3.AZ Alkmaar komst fyrr í kvöld áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, rétt eins og Benfica, Juventus, LyonogValencia.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Sjá meira