Pistill: Bestu Evrópuleikir Ryan Giggs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2014 10:00 Giggs í leiknum gegn Olympiakos í vikunni. Vísir/Getty Sem kunnugt er komst Manchester United áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í vikunni eftir 3-0 sigur á Olympiakos á Old Trafford. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Ryan Giggs sem kom inn í byrjunarlið United í fyrsta sinn í tæpa tvo mánuði. Walesverjinn sýndi að allt er fertugum fært, var arkitektinn á bakvið flestar hættulegustu sóknir heimamanna í leiknum og átti stóran þátt í tveimur fyrstu mörkum United. Í tilefni að þessari frammistöðu er ekki úr vegi að rifja upp bestu Evrópuleiki Giggs á rúmlega 20 ára löngum ferli hans með Manchester United í Evrópukeppnum. Man Utd – Porto 4-0, átta liða úrslit Meistaradeildarinnar, 5. mars 1997Fyrstu ár Manchester United í Meistaradeildinni gengu brösulega, en með sigrinum á Porto sýndi liðið loks fyrir alvöru að það ætti heima meðal þeirra bestu í Evrópu.Roy Keane og Paul Scholes voru fjarri góðu gamni og því brá Alex Ferguson á það ráð að spila með tígulmiðju. Ronny Johnsen lék aftastur á miðjunni, David Beckham og Giggs sitt hvorum megin við hann og fyrir framan þá var svo fyrirliðinn Eric Cantona. Þetta herbragð heppnaðist fullkomlega og United vann sannfærandi sigur á liði Porto sem hafði unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlakeppninni. Giggs átti frábæran leik og skoraði þriðja mark United eftir undirbúning frá Cantona og Andy Cole. Leikurinn gegn Porto var einn af fyrstu leikjunum þar sem Giggs sýndi hversu megnugur hann gat verið inni á miðjunni. Man Utd – Juventus 3-2, riðlakeppni Meistaradeildarinnar, 1. október 1997Juventus hafði reynst United erfiður ljár í þúfu tímabilið á undan og unnið báða leiki liðanna í riðlakeppninni. Í ævisögu sinni lýsti Gary Neville fyrri leiknum á Delle Alpi m.a. sem mestu útreið sem hann hafi fengið á knattspyrnuvelli. Liðin drógust aftur saman í riðil tímabilið 1997-98 og í fyrri leiknum á Old Trafford sýndi United að bilið milli liðanna hafði minnkað.Alessandro Del Piero kom gestunum yfir á upphafsmínútu leiksins, en heimamenn jöfnuðu þegar Teddy Sheringham skallaði fyrirgjöf Giggs í netið. Scholes kom United yfir í seinni hálfleik og Giggs bætti svo þriðja markinu við mínútu fyrir leikslok þegar hann þrumaði boltanum í þaknetið, yfir Angelo Peruzzi í marki Juventus. Zinedine Zidane skoraði svo sárabótarmark í uppbótartíma. Man Utd – Fiorentina 3-1, milliriðlar Meistaradeildarinnar, 15. mars 2000Þótt það sé kannski gleymt í dag, þá áttu ríkjandi Evrópumeistarar Manchester United frábæra leiki í Meistaradeildinni tímabilið 1999-00, þ.á.m. gegn Valencia og Fiorentina á Old Trafford. Fiorentina tefldi fram sterku liði á þessum tíma (Batistuta, Rui Costa, di Livio, Toldo, Mijatovic, Trapattoni) og komst yfir með stórglæsilegu marki frá Batistuta. En Flórens-liðið átti ekkert svar við Giggs sem var óstöðvandi í leiknum. Walesverjinn átti magnaða einleikskafla, komst í þrígang nálægt því að skora, lagði upp góð færi fyrir Cole og Roy Keane og kórónaði svo stórleik sinn með því að eiga fyrirgjöf á Dwight Yorke, sem skoraði þriðja mark heimamanna. Juventus – Man Utd 0-3, milliriðlar Meistaradeildarinnar, 25. febrúar 2003Í aðdraganda leiksins var mikið rætt um framtíð Giggs. Hann hafði nýverið klúðrað fyrir opnu marki í bikarleik gegn Arsenal og ýmsir töldu hann vera kominn af léttasta skeiði. Giggs byrjaði leikinn gegn Juventus á Delle Alpi á bekknum, en kom inn á eftir aðeins nokkurra mínútna leik vegna meiðsla Diegos Forlan. Og Walesverjinn þurfti svo sjálfur að yfirgefa völlinn snemma í seinni hálfleik. En á þessum 40 mínútum skilaði hann sínu og gott betur. Giggs kom gestunum yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir góða skyndisókn og sendingu Juans Sebastian Veron. Og hann kom United svo 2-0 yfir skömmu fyrir hálfleik með frábæru marki. Giggs komst þá inn sendingu Antonios Conte, núverandi þjálfara Juventus, á miðjum vellinum, brunaði í átt að marki heimamanna og skoraði með hægri fótar skoti framhjá Gianluigi Buffon og sýndi þannig að hann var langt frá því að vera dauður úr öllum æðum. Man Utd – Roma 7-1, átta liða úrslit Meistaradeildarinnar, 10. apríl 2007Roma vann fyrri leikinn á heimavelli 2-1, en lenti á vegg í seinni leiknum sem er ógleymanlegur öllum þeim sem hann sáu. Flestir muna eflaust eftir frammistöðu Cristianos Ronaldo, mörkunum tveimur frá Michael Carrick eða marki Patrice Evra úr hægri bakvarðarstöðunni, en það var Ryan Giggs sem var maður kvöldsins. Hann lagði upp fjögur af sjö mörkum United í leiknum, tvö fyrir Ronaldo, eitt fyrir Wayne Rooney og Alan Smith, en mark þess síðastnefnda kom eftir stórkostlega sókn heimamanna.John O‘Shea tók innkast hægra megin á eigin vallarhelmingi og tuttugu sekúndum og átta sendingum seinna lá boltinn í netinu. Allir útileikmenn liðsins nema Ronaldo snertu boltann og sendingarnar voru nær allar í fyrsta, þ.á.m. úrslitasending Giggs á Smith; gullfalleg og fullkomlega „vigtuð“. Schalke – Man Utd, 0-2, undanúrslit Meistaradeildarinnar, 26. apríl 2011Eftir því sem árin færðust yfir fór Giggs æ oftar að spila inni á miðjunni og hann átti frábæra leiki í þeirri stöðu á leið Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2011. Giggs lagði upp öll þrjú mörk United í viðureignunum gegn Chelsea í átta liða úrslitunum og átti svo flottan leik gegn Schalke í fyrri undanúrslitaleiknum í Þýskalandi. United var mun betri aðilinn í leiknum og það var aðeins fyrir tilstuðlan Manuels Neuer í marki Schalke að staðan var markalaus fram á 67. mínútu. Neuer varði m.a. einu sinni frá Giggs í dauðafæri, en Þjóðverjinn kom engum vörnum við þegar Walesverjinn skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu frá Rooney inn fyrir vörnina. Rooney bætti svo við marki tveimur mínútum seinna og kom United í góðu stöðu fyrir seinni leikinn. Man Utd – Real Madrid 1-2, 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar, 5. mars 2013Það var vel við hæfi að 1000. leikur Ryan Giggs á ferlinum kæmi gegn stórliði Real Madrid. Og það var einnig viðeigandi að hann skyldi spila þennan tímamótaleik jafn vel og hann gerði. Giggs var stillt upp á hægri kantinum og skilaði mikið betri varnarvinnu í þeirri stöðu en Rooney hafði gert í fyrri leiknum í Madrid. Walesverjinn lét einnig til sín taka í skyndisóknum United og spilaði af krafti sem mun yngri menn hefðu verið stoltir af. United tapaði leiknum 1-2 og féll úr keppni, en hinn 39 ára gamli Giggs átti ekki skilið að vera í tapliði þetta kvöldið. Meistaradeild Evrópu Pistillinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Sem kunnugt er komst Manchester United áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í vikunni eftir 3-0 sigur á Olympiakos á Old Trafford. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Ryan Giggs sem kom inn í byrjunarlið United í fyrsta sinn í tæpa tvo mánuði. Walesverjinn sýndi að allt er fertugum fært, var arkitektinn á bakvið flestar hættulegustu sóknir heimamanna í leiknum og átti stóran þátt í tveimur fyrstu mörkum United. Í tilefni að þessari frammistöðu er ekki úr vegi að rifja upp bestu Evrópuleiki Giggs á rúmlega 20 ára löngum ferli hans með Manchester United í Evrópukeppnum. Man Utd – Porto 4-0, átta liða úrslit Meistaradeildarinnar, 5. mars 1997Fyrstu ár Manchester United í Meistaradeildinni gengu brösulega, en með sigrinum á Porto sýndi liðið loks fyrir alvöru að það ætti heima meðal þeirra bestu í Evrópu.Roy Keane og Paul Scholes voru fjarri góðu gamni og því brá Alex Ferguson á það ráð að spila með tígulmiðju. Ronny Johnsen lék aftastur á miðjunni, David Beckham og Giggs sitt hvorum megin við hann og fyrir framan þá var svo fyrirliðinn Eric Cantona. Þetta herbragð heppnaðist fullkomlega og United vann sannfærandi sigur á liði Porto sem hafði unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlakeppninni. Giggs átti frábæran leik og skoraði þriðja mark United eftir undirbúning frá Cantona og Andy Cole. Leikurinn gegn Porto var einn af fyrstu leikjunum þar sem Giggs sýndi hversu megnugur hann gat verið inni á miðjunni. Man Utd – Juventus 3-2, riðlakeppni Meistaradeildarinnar, 1. október 1997Juventus hafði reynst United erfiður ljár í þúfu tímabilið á undan og unnið báða leiki liðanna í riðlakeppninni. Í ævisögu sinni lýsti Gary Neville fyrri leiknum á Delle Alpi m.a. sem mestu útreið sem hann hafi fengið á knattspyrnuvelli. Liðin drógust aftur saman í riðil tímabilið 1997-98 og í fyrri leiknum á Old Trafford sýndi United að bilið milli liðanna hafði minnkað.Alessandro Del Piero kom gestunum yfir á upphafsmínútu leiksins, en heimamenn jöfnuðu þegar Teddy Sheringham skallaði fyrirgjöf Giggs í netið. Scholes kom United yfir í seinni hálfleik og Giggs bætti svo þriðja markinu við mínútu fyrir leikslok þegar hann þrumaði boltanum í þaknetið, yfir Angelo Peruzzi í marki Juventus. Zinedine Zidane skoraði svo sárabótarmark í uppbótartíma. Man Utd – Fiorentina 3-1, milliriðlar Meistaradeildarinnar, 15. mars 2000Þótt það sé kannski gleymt í dag, þá áttu ríkjandi Evrópumeistarar Manchester United frábæra leiki í Meistaradeildinni tímabilið 1999-00, þ.á.m. gegn Valencia og Fiorentina á Old Trafford. Fiorentina tefldi fram sterku liði á þessum tíma (Batistuta, Rui Costa, di Livio, Toldo, Mijatovic, Trapattoni) og komst yfir með stórglæsilegu marki frá Batistuta. En Flórens-liðið átti ekkert svar við Giggs sem var óstöðvandi í leiknum. Walesverjinn átti magnaða einleikskafla, komst í þrígang nálægt því að skora, lagði upp góð færi fyrir Cole og Roy Keane og kórónaði svo stórleik sinn með því að eiga fyrirgjöf á Dwight Yorke, sem skoraði þriðja mark heimamanna. Juventus – Man Utd 0-3, milliriðlar Meistaradeildarinnar, 25. febrúar 2003Í aðdraganda leiksins var mikið rætt um framtíð Giggs. Hann hafði nýverið klúðrað fyrir opnu marki í bikarleik gegn Arsenal og ýmsir töldu hann vera kominn af léttasta skeiði. Giggs byrjaði leikinn gegn Juventus á Delle Alpi á bekknum, en kom inn á eftir aðeins nokkurra mínútna leik vegna meiðsla Diegos Forlan. Og Walesverjinn þurfti svo sjálfur að yfirgefa völlinn snemma í seinni hálfleik. En á þessum 40 mínútum skilaði hann sínu og gott betur. Giggs kom gestunum yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir góða skyndisókn og sendingu Juans Sebastian Veron. Og hann kom United svo 2-0 yfir skömmu fyrir hálfleik með frábæru marki. Giggs komst þá inn sendingu Antonios Conte, núverandi þjálfara Juventus, á miðjum vellinum, brunaði í átt að marki heimamanna og skoraði með hægri fótar skoti framhjá Gianluigi Buffon og sýndi þannig að hann var langt frá því að vera dauður úr öllum æðum. Man Utd – Roma 7-1, átta liða úrslit Meistaradeildarinnar, 10. apríl 2007Roma vann fyrri leikinn á heimavelli 2-1, en lenti á vegg í seinni leiknum sem er ógleymanlegur öllum þeim sem hann sáu. Flestir muna eflaust eftir frammistöðu Cristianos Ronaldo, mörkunum tveimur frá Michael Carrick eða marki Patrice Evra úr hægri bakvarðarstöðunni, en það var Ryan Giggs sem var maður kvöldsins. Hann lagði upp fjögur af sjö mörkum United í leiknum, tvö fyrir Ronaldo, eitt fyrir Wayne Rooney og Alan Smith, en mark þess síðastnefnda kom eftir stórkostlega sókn heimamanna.John O‘Shea tók innkast hægra megin á eigin vallarhelmingi og tuttugu sekúndum og átta sendingum seinna lá boltinn í netinu. Allir útileikmenn liðsins nema Ronaldo snertu boltann og sendingarnar voru nær allar í fyrsta, þ.á.m. úrslitasending Giggs á Smith; gullfalleg og fullkomlega „vigtuð“. Schalke – Man Utd, 0-2, undanúrslit Meistaradeildarinnar, 26. apríl 2011Eftir því sem árin færðust yfir fór Giggs æ oftar að spila inni á miðjunni og hann átti frábæra leiki í þeirri stöðu á leið Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2011. Giggs lagði upp öll þrjú mörk United í viðureignunum gegn Chelsea í átta liða úrslitunum og átti svo flottan leik gegn Schalke í fyrri undanúrslitaleiknum í Þýskalandi. United var mun betri aðilinn í leiknum og það var aðeins fyrir tilstuðlan Manuels Neuer í marki Schalke að staðan var markalaus fram á 67. mínútu. Neuer varði m.a. einu sinni frá Giggs í dauðafæri, en Þjóðverjinn kom engum vörnum við þegar Walesverjinn skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu frá Rooney inn fyrir vörnina. Rooney bætti svo við marki tveimur mínútum seinna og kom United í góðu stöðu fyrir seinni leikinn. Man Utd – Real Madrid 1-2, 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar, 5. mars 2013Það var vel við hæfi að 1000. leikur Ryan Giggs á ferlinum kæmi gegn stórliði Real Madrid. Og það var einnig viðeigandi að hann skyldi spila þennan tímamótaleik jafn vel og hann gerði. Giggs var stillt upp á hægri kantinum og skilaði mikið betri varnarvinnu í þeirri stöðu en Rooney hafði gert í fyrri leiknum í Madrid. Walesverjinn lét einnig til sín taka í skyndisóknum United og spilaði af krafti sem mun yngri menn hefðu verið stoltir af. United tapaði leiknum 1-2 og féll úr keppni, en hinn 39 ára gamli Giggs átti ekki skilið að vera í tapliði þetta kvöldið.
Meistaradeild Evrópu Pistillinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira