Erlent

Innlimun Krímskaga sögð ólögleg

Samúel Karl Ólason skrifar
Andrii Deshchytsia, starfandi utanríkisráðherra Úkraínu, tók til máls á allsherjarþinginu.
Andrii Deshchytsia, starfandi utanríkisráðherra Úkraínu, tók til máls á allsherjarþinginu. Vísir/AP
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur  samþykkt ályktun sem segir Krímskaga vera hluta af Úkraínu og að innlimun svæðisins af Rússlandi sé ólögleg. Þjóðir heimsins eru hvattar í ályktuninni til að samþykkja ekki ný landamæri Úkraínu.

100 samþykktu ályktunina, 11 voru á móti og 58 sátu hjá. Meira en helmingur þeirra 193 þjóða sem eiga atkvæðisrétt greiddu með ályktuninni.

Samkvæmt AP fréttaveitunni voru fleiri þjóðir sem samþykktu ályktunina en gert hafði verið ráð fyrir. Ólíkt ályktunum öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geta þjóðir ekki beitt neitunarvaldi og þær eru ekki lagabindandi. Þó endurspegla þær skoðanir þjóða heimsins.

Ályktunina má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×