Innlent

Náttúrupassi það sem koma skal

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir. vísir/vilhelm
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir náttúrupassa vera það sem koma skal og fá Íslendingar val um þrennskonar passa. Fjögurra daga passar verða á tvö þúsund krónur, mánaðarpassar á þrjú þúsund krónur og fimm ára passar á fimm þúsund krónur fyrir átján ára og eldri. Gjaldtakan verður til að byrja með til fimm ára.

App í símann notuð við gjaldtöku

Gjaldtaka verður í gegnum internetið og hægt verður að sækja smáforrit í símann.  Erlend fyrirmynd verður notuð við eftirlit á svæðinu og mun lögregla eða aðrir aðilar sem fá heimild til, taka stikkprufur. Sé passinn ekki fyrir hendi fær viðkomandi aðili sekt en þessi leið er notuð víðsvegar um heiminn í almannasamgöngum í til að mynda strætisvögnum og lestum.  Fólki mun þó alltaf gefast kostur á að kaupa passann.

Sett verður á laggirnar sjálfseignarstofnun, þar sem lagt er upp með að þeir sem eiga aðild að, ríkið, sveitarfélög og landeigendur komi að stofnuninni og sett verður upp samstarfsráð sem fleiri aðilar munu koma að. Fjármunum verður öllum varið til þessa málaflokks í gegnum sjálfseignarstofnunina og talið er að tekjur muni nema allt að tveimur milljörðum króna.

Hluti tekna í öryggismál

Með tekjunum verður fjölsóttustu ferðamannastaðirnir byggðir upp og viðhaldið, byggðir yrðu nýir staðir og sjö og hálft prósent af tekjunum renna til öryggismála.

„Ég er sannfærð um að með þessu, getum við, saman sem þjóð, tekið höndum saman um að vernda og styðja við náttúruna,“ segir Ragnheiður Elín.Ragnheiður Elín var í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.