Sport

Eineltisfórnarlambið fór til San Francisco

Jonathan Martin.
Jonathan Martin.
Jonathan Martin varð einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna er hann sakaði liðsfélaga sína hjá Miami Dolphins um einelti. Hann hætti að spila með liðinu í kjölfarið.

Málið hefur fengið gríðarlega fjölmiðlaathygli í Bandaríkjunum og NFL stóð fyrir óháðri rannsókn á málinu sem kostaði mikinn tíma og peninga.

Í gær fann Martin sér svo nýtt heimili er hann samdi við San Francisco 49ers. Þar hittir hann fyrir gamla þjálfarann sinn úr háskóla, Jim Harbaugh. Sá stóð við bakið á honum í eineltismálinu.

Hann var ekki eini leikmaðurinn sem San Francisco fékk í gær en félagið samdi þá einnig við leikstjórnandann, Blaine Gabbert, en hann kom frá Jacksonville.

Leikmannamarkaðurinn í NFL er kominn í fullan gang og margir leikmenn munu skipta um lið næstu daga.

Stærstu tíðindin til þessa er að Denver samdi við besta bakvörð New England, Aqib Talib. Svo er DeMarcus Ware á leiðinni frá Dallas og annar öflugur varnarmaður, Julius Peppers, verður ekki áfram hjá Chicago.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×