Öll herbergi þinghússins fylltust af reyk Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2014 15:10 Vísir/Pjetur/Stefán „Það er því dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður, sem þeir vita að voru löngu komnir í strand. Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“ Þetta skrifar Jón Bjarnason sem í dag birti bloggfærslu á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni: „Þegar mér var sagt að fara með höfuð mitt til forsætisráðherra“. Í færslu sinni rifjar Jón upp vordaganna 2009 á Alþingi, þegar aðildarumsókn í Evrópusambandið var til umræðu. „Forystumenn þáverandi ríkisstjórnarflokka , Samfylkingar og Vinstri grænna lögðust afdráttarlaust gegn því að þjóðin yrði fyrst spurð, þegar aðildarumsóknin var til umfjöllunar á Alþingi,“ skrifar Jón. Jón segir frá því að þegar fram kom tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi Jón stutt þá tillögu og lýst því yfir á þingflokksfundi. „Enda var það í samræmi við þá yfirlýsingu, að hver þingmaður færi eftir sinni sannfæringu í þessu máli utan þings sem innan, eins og formaðurinn orðaði það í atkvæðaskýringu sinni.“ Ennfremur segir Jón að neyðarfundir hafi verið haldnir í stjórnarþingflokkunum, þegar ljóst hafi verið að mögulega nyti tillagan meirihlutastuðnings á Alþingi. „Forystulið beggja ríkisstjórnarflokkanna lagðist afar hart gegn þjóðaratkvæðagreiðslu þá. Forysta VG var þá nýbúin að ganga á bak orða sinna um andstöðu við aðildarumsókn í aðdraganda kosninga, enda gekk sú ákvörðun þvert á stefnu flokksins. Var því haldið fram að yrði farið þá í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um, færi stjórnarsamstarfið samstundis út um þúfur.“ Þegar fram hafi komið í fréttum að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu nyti stuðnings hóps þingmanna Vg og yrði mögulega samþykkt, segir Jón að öll herbergi þinghússins hafi fyllst af reyk. „Á þingflokksfundi VG um málið var stemmingin þrunginn og þegar ég sagðist myndi styðja þjóðaratkvæðagreiðslu til vara, féll sú ákvörðun vægast sagt í mjög grýttan jarðveg. Var mér þá einfaldlega hótað brottrekstri úr ríkisstjórn af formönnum beggja stjórnarflokkanna. Eða eins og formaður Vg orðaði það, þá var mér ætlað að ganga á fund forsætisráðherra.“ Þá segir Jón að Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi staðið upp og tilkynnt að ef Jón ætti að ganga með höfuð sitt á fati til forsætisráðherra myndi hann ganga sömu leið. „Alkunna var að forsætisráðherra tók einstaka þingmenn undir vegg fyrir atkvæðagreiðsluna eða gekk á milli sæta í þingsal. Var þó búið að samþykkja áður að umsókn að ESB væri ekki ríkisstjórnarmál og hver og einn þingmaður talaði fyrir og greiddi atkvæði í þeim málum samkvæmt sannfæringu sinni,“ segir Jón. Að lokum segir Jón það dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður sem þeir vita að voru löngu komnar í strand. „Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“ Tengdar fréttir Áfram rætt um aðildarumsókn Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri. 11. júlí 2009 10:00 Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. 10. júlí 2009 06:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
„Það er því dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður, sem þeir vita að voru löngu komnir í strand. Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“ Þetta skrifar Jón Bjarnason sem í dag birti bloggfærslu á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni: „Þegar mér var sagt að fara með höfuð mitt til forsætisráðherra“. Í færslu sinni rifjar Jón upp vordaganna 2009 á Alþingi, þegar aðildarumsókn í Evrópusambandið var til umræðu. „Forystumenn þáverandi ríkisstjórnarflokka , Samfylkingar og Vinstri grænna lögðust afdráttarlaust gegn því að þjóðin yrði fyrst spurð, þegar aðildarumsóknin var til umfjöllunar á Alþingi,“ skrifar Jón. Jón segir frá því að þegar fram kom tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi Jón stutt þá tillögu og lýst því yfir á þingflokksfundi. „Enda var það í samræmi við þá yfirlýsingu, að hver þingmaður færi eftir sinni sannfæringu í þessu máli utan þings sem innan, eins og formaðurinn orðaði það í atkvæðaskýringu sinni.“ Ennfremur segir Jón að neyðarfundir hafi verið haldnir í stjórnarþingflokkunum, þegar ljóst hafi verið að mögulega nyti tillagan meirihlutastuðnings á Alþingi. „Forystulið beggja ríkisstjórnarflokkanna lagðist afar hart gegn þjóðaratkvæðagreiðslu þá. Forysta VG var þá nýbúin að ganga á bak orða sinna um andstöðu við aðildarumsókn í aðdraganda kosninga, enda gekk sú ákvörðun þvert á stefnu flokksins. Var því haldið fram að yrði farið þá í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um, færi stjórnarsamstarfið samstundis út um þúfur.“ Þegar fram hafi komið í fréttum að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu nyti stuðnings hóps þingmanna Vg og yrði mögulega samþykkt, segir Jón að öll herbergi þinghússins hafi fyllst af reyk. „Á þingflokksfundi VG um málið var stemmingin þrunginn og þegar ég sagðist myndi styðja þjóðaratkvæðagreiðslu til vara, féll sú ákvörðun vægast sagt í mjög grýttan jarðveg. Var mér þá einfaldlega hótað brottrekstri úr ríkisstjórn af formönnum beggja stjórnarflokkanna. Eða eins og formaður Vg orðaði það, þá var mér ætlað að ganga á fund forsætisráðherra.“ Þá segir Jón að Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi staðið upp og tilkynnt að ef Jón ætti að ganga með höfuð sitt á fati til forsætisráðherra myndi hann ganga sömu leið. „Alkunna var að forsætisráðherra tók einstaka þingmenn undir vegg fyrir atkvæðagreiðsluna eða gekk á milli sæta í þingsal. Var þó búið að samþykkja áður að umsókn að ESB væri ekki ríkisstjórnarmál og hver og einn þingmaður talaði fyrir og greiddi atkvæði í þeim málum samkvæmt sannfæringu sinni,“ segir Jón. Að lokum segir Jón það dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður sem þeir vita að voru löngu komnar í strand. „Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“
Tengdar fréttir Áfram rætt um aðildarumsókn Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri. 11. júlí 2009 10:00 Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. 10. júlí 2009 06:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Áfram rætt um aðildarumsókn Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri. 11. júlí 2009 10:00
Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. 10. júlí 2009 06:00