Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn 10. júlí 2009 06:00 Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt útlit er fyrir að Alþingi samþykki um eða eftir helgi að sækja um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tillagan mun njóta stuðnings allra tuttugu þingmanna Samfylkingarinnar, þriggja til fjögurra þingmanna Borgarahreyfingar, minnst tveggja framsóknarþingmanna og að öllum líkindum átta eða níu þingmanna Vinstri grænna. Það eru 33 til 35 atkvæði, en einungis þarf 32 til að hún verði samþykkt. Sjálfstæðismenn munu standa að tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, það er að þjóðin kjósi um það síðar á árinu hvort fara eigi í aðildarviðræður. „Það mun koma fram slík tillaga og við munum styðja hana," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, mun standa að þingmannatillögunni ásamt sjálfstæðismönnum, og hugsanlega fleiri þingmenn Vinstri grænna. Sjálfstæðismenn reyndu á fundi í gærkvöldi að fá jafnframt fulltrúa Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar til fylgilags við sig en þegar blaðið fór í prentun lá ekki fyrir hverjir flutningsmenn tillögunnar yrðu. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, sagðist í gærkvöldi ekki hafa gert upp hug sinn hvort hún hygðist leggja nafn sitt við tillögu sjálfstæðismanna. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki ætla að flytja málið og vissi ekki til þess að nokkur samflokksmanna hans hygðist gera það. Tillaga stjórnarflokkanna um aðildarumsókn var afgreidd úr utanríkismálanefnd í gærmorgun. Úr nefndinni bárust alls þrjú nefndarálit. Hið fyrsta var frá meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna, auk Borgarahreyfingar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Vinstri grænum, og Birgitta Jónsdóttir greiddu atkvæði með álitinu en gerðu fyrirvara. Fyrirvarinn laut að athugasemd Birgittu um stofnun svokallaðrar Lýðræðisstofu, sem á að annast framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eigið álit, þar sem meðal annars er lögð til tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla, og fulltrúi Framsóknarflokks, formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lagði fram þriðja álitið þar sem hnykkt var á þeirri afstöðu sem fram kom á landsfundi flokksins að fara ætti í viðræður samkvæmt skýrt afmörkuðum skilyrðum. Önnur umræða um málið fer fram í dag og er talið hugsanlegt að einnig verði þingað á laugardag og atkvæði þá jafnvel greidd um málið um helgina. Takist það ekki verður málið afgreitt eftir helgi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í fréttum í gær vonast til þess að hægt yrði að senda formlega aðildarumsókn Íslands til Brussel jafnvel strax í lok næstu viku. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt útlit er fyrir að Alþingi samþykki um eða eftir helgi að sækja um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tillagan mun njóta stuðnings allra tuttugu þingmanna Samfylkingarinnar, þriggja til fjögurra þingmanna Borgarahreyfingar, minnst tveggja framsóknarþingmanna og að öllum líkindum átta eða níu þingmanna Vinstri grænna. Það eru 33 til 35 atkvæði, en einungis þarf 32 til að hún verði samþykkt. Sjálfstæðismenn munu standa að tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, það er að þjóðin kjósi um það síðar á árinu hvort fara eigi í aðildarviðræður. „Það mun koma fram slík tillaga og við munum styðja hana," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, mun standa að þingmannatillögunni ásamt sjálfstæðismönnum, og hugsanlega fleiri þingmenn Vinstri grænna. Sjálfstæðismenn reyndu á fundi í gærkvöldi að fá jafnframt fulltrúa Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar til fylgilags við sig en þegar blaðið fór í prentun lá ekki fyrir hverjir flutningsmenn tillögunnar yrðu. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, sagðist í gærkvöldi ekki hafa gert upp hug sinn hvort hún hygðist leggja nafn sitt við tillögu sjálfstæðismanna. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki ætla að flytja málið og vissi ekki til þess að nokkur samflokksmanna hans hygðist gera það. Tillaga stjórnarflokkanna um aðildarumsókn var afgreidd úr utanríkismálanefnd í gærmorgun. Úr nefndinni bárust alls þrjú nefndarálit. Hið fyrsta var frá meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna, auk Borgarahreyfingar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Vinstri grænum, og Birgitta Jónsdóttir greiddu atkvæði með álitinu en gerðu fyrirvara. Fyrirvarinn laut að athugasemd Birgittu um stofnun svokallaðrar Lýðræðisstofu, sem á að annast framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eigið álit, þar sem meðal annars er lögð til tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla, og fulltrúi Framsóknarflokks, formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lagði fram þriðja álitið þar sem hnykkt var á þeirri afstöðu sem fram kom á landsfundi flokksins að fara ætti í viðræður samkvæmt skýrt afmörkuðum skilyrðum. Önnur umræða um málið fer fram í dag og er talið hugsanlegt að einnig verði þingað á laugardag og atkvæði þá jafnvel greidd um málið um helgina. Takist það ekki verður málið afgreitt eftir helgi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í fréttum í gær vonast til þess að hægt yrði að senda formlega aðildarumsókn Íslands til Brussel jafnvel strax í lok næstu viku.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira