Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn 10. júlí 2009 06:00 Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt útlit er fyrir að Alþingi samþykki um eða eftir helgi að sækja um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tillagan mun njóta stuðnings allra tuttugu þingmanna Samfylkingarinnar, þriggja til fjögurra þingmanna Borgarahreyfingar, minnst tveggja framsóknarþingmanna og að öllum líkindum átta eða níu þingmanna Vinstri grænna. Það eru 33 til 35 atkvæði, en einungis þarf 32 til að hún verði samþykkt. Sjálfstæðismenn munu standa að tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, það er að þjóðin kjósi um það síðar á árinu hvort fara eigi í aðildarviðræður. „Það mun koma fram slík tillaga og við munum styðja hana," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, mun standa að þingmannatillögunni ásamt sjálfstæðismönnum, og hugsanlega fleiri þingmenn Vinstri grænna. Sjálfstæðismenn reyndu á fundi í gærkvöldi að fá jafnframt fulltrúa Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar til fylgilags við sig en þegar blaðið fór í prentun lá ekki fyrir hverjir flutningsmenn tillögunnar yrðu. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, sagðist í gærkvöldi ekki hafa gert upp hug sinn hvort hún hygðist leggja nafn sitt við tillögu sjálfstæðismanna. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki ætla að flytja málið og vissi ekki til þess að nokkur samflokksmanna hans hygðist gera það. Tillaga stjórnarflokkanna um aðildarumsókn var afgreidd úr utanríkismálanefnd í gærmorgun. Úr nefndinni bárust alls þrjú nefndarálit. Hið fyrsta var frá meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna, auk Borgarahreyfingar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Vinstri grænum, og Birgitta Jónsdóttir greiddu atkvæði með álitinu en gerðu fyrirvara. Fyrirvarinn laut að athugasemd Birgittu um stofnun svokallaðrar Lýðræðisstofu, sem á að annast framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eigið álit, þar sem meðal annars er lögð til tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla, og fulltrúi Framsóknarflokks, formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lagði fram þriðja álitið þar sem hnykkt var á þeirri afstöðu sem fram kom á landsfundi flokksins að fara ætti í viðræður samkvæmt skýrt afmörkuðum skilyrðum. Önnur umræða um málið fer fram í dag og er talið hugsanlegt að einnig verði þingað á laugardag og atkvæði þá jafnvel greidd um málið um helgina. Takist það ekki verður málið afgreitt eftir helgi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í fréttum í gær vonast til þess að hægt yrði að senda formlega aðildarumsókn Íslands til Brussel jafnvel strax í lok næstu viku. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt útlit er fyrir að Alþingi samþykki um eða eftir helgi að sækja um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tillagan mun njóta stuðnings allra tuttugu þingmanna Samfylkingarinnar, þriggja til fjögurra þingmanna Borgarahreyfingar, minnst tveggja framsóknarþingmanna og að öllum líkindum átta eða níu þingmanna Vinstri grænna. Það eru 33 til 35 atkvæði, en einungis þarf 32 til að hún verði samþykkt. Sjálfstæðismenn munu standa að tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, það er að þjóðin kjósi um það síðar á árinu hvort fara eigi í aðildarviðræður. „Það mun koma fram slík tillaga og við munum styðja hana," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, mun standa að þingmannatillögunni ásamt sjálfstæðismönnum, og hugsanlega fleiri þingmenn Vinstri grænna. Sjálfstæðismenn reyndu á fundi í gærkvöldi að fá jafnframt fulltrúa Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar til fylgilags við sig en þegar blaðið fór í prentun lá ekki fyrir hverjir flutningsmenn tillögunnar yrðu. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, sagðist í gærkvöldi ekki hafa gert upp hug sinn hvort hún hygðist leggja nafn sitt við tillögu sjálfstæðismanna. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki ætla að flytja málið og vissi ekki til þess að nokkur samflokksmanna hans hygðist gera það. Tillaga stjórnarflokkanna um aðildarumsókn var afgreidd úr utanríkismálanefnd í gærmorgun. Úr nefndinni bárust alls þrjú nefndarálit. Hið fyrsta var frá meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna, auk Borgarahreyfingar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Vinstri grænum, og Birgitta Jónsdóttir greiddu atkvæði með álitinu en gerðu fyrirvara. Fyrirvarinn laut að athugasemd Birgittu um stofnun svokallaðrar Lýðræðisstofu, sem á að annast framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eigið álit, þar sem meðal annars er lögð til tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla, og fulltrúi Framsóknarflokks, formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lagði fram þriðja álitið þar sem hnykkt var á þeirri afstöðu sem fram kom á landsfundi flokksins að fara ætti í viðræður samkvæmt skýrt afmörkuðum skilyrðum. Önnur umræða um málið fer fram í dag og er talið hugsanlegt að einnig verði þingað á laugardag og atkvæði þá jafnvel greidd um málið um helgina. Takist það ekki verður málið afgreitt eftir helgi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í fréttum í gær vonast til þess að hægt yrði að senda formlega aðildarumsókn Íslands til Brussel jafnvel strax í lok næstu viku.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira