Ríkið með lögbannið til dómstóla Hanna Rún sverrisdóttir skrifar 14. mars 2014 14:21 VÍSIR/GVA Ríkissjóður hefur tilkynnt Sýslumanninum á Selfossi að málinu þar sem sýslumaður hafnaði kröfu ríkisins um lögbann við innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi verði skotið til dómstóla. Sameigendur ríkisins að svæði við Geysi hafa haft fyrirætlanir um gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um svæðið. Fjármála- og efnahagsráðherra fór fram á það við sýslumann að lögmann yrði sett á innheimtu gjaldsins. Sýslmaður hafnaði beiðninni á miðvikudaginn. „Við höldum áfram með okkar áform. Stjórnin mun hittast í kvöld eða í fyrramálið og þá ákveðum við með hvaða hætti við höldum þessu starfi okkar áfram,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, þegar fréttastofa ræddi við hann í vikunni. Gjaldtakan muni því taka gildi á næstu dögum og gjaldið verði 600 krónur. „Við höfum talið það mjög hóflegt, um það bil kaffibolli,“ segir Garðar. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að eins og komið hafi fram sé hluti lands innan girðingar á svæðinu séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess séu helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis séreignina sé hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina um það bil 25 prósent í sameignarlandinu með félaginu. Ríkissjóður hafi lýst sig andsnúinn fyrirhugaðri gjaldtöku sameigenda að landinu við Geysi og hafi bent á að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs né innheimt gjald vegna þess. Innheimta gjalds væri sömuleiðis grundvallarbreyting á afnotum svæðisins og tilgangi frá því sem verið hefur og myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. Sameigendum ríkisins hafi verið boðið að ríkissjóður bæri kostnað af nauðsynlegum framkvæmdum til að tryggja vernd svæðisins og til að kosta rekstur þess og gæslu á því, út árið 2015. Var þetta boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. „Það er ekki horft til þess að leysa þetta mál með varanlegum hætti og það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á síðastliðin þrjú ár. Við viljum koma þessu fyrir með varanlegum hætti, þessu svæði og því starfi sem þarf að eiga sér stað þar,“ sagði Garðar. Tengdar fréttir Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ríkissjóður hefur tilkynnt Sýslumanninum á Selfossi að málinu þar sem sýslumaður hafnaði kröfu ríkisins um lögbann við innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi verði skotið til dómstóla. Sameigendur ríkisins að svæði við Geysi hafa haft fyrirætlanir um gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um svæðið. Fjármála- og efnahagsráðherra fór fram á það við sýslumann að lögmann yrði sett á innheimtu gjaldsins. Sýslmaður hafnaði beiðninni á miðvikudaginn. „Við höldum áfram með okkar áform. Stjórnin mun hittast í kvöld eða í fyrramálið og þá ákveðum við með hvaða hætti við höldum þessu starfi okkar áfram,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, þegar fréttastofa ræddi við hann í vikunni. Gjaldtakan muni því taka gildi á næstu dögum og gjaldið verði 600 krónur. „Við höfum talið það mjög hóflegt, um það bil kaffibolli,“ segir Garðar. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að eins og komið hafi fram sé hluti lands innan girðingar á svæðinu séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess séu helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis séreignina sé hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina um það bil 25 prósent í sameignarlandinu með félaginu. Ríkissjóður hafi lýst sig andsnúinn fyrirhugaðri gjaldtöku sameigenda að landinu við Geysi og hafi bent á að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs né innheimt gjald vegna þess. Innheimta gjalds væri sömuleiðis grundvallarbreyting á afnotum svæðisins og tilgangi frá því sem verið hefur og myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. Sameigendum ríkisins hafi verið boðið að ríkissjóður bæri kostnað af nauðsynlegum framkvæmdum til að tryggja vernd svæðisins og til að kosta rekstur þess og gæslu á því, út árið 2015. Var þetta boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. „Það er ekki horft til þess að leysa þetta mál með varanlegum hætti og það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á síðastliðin þrjú ár. Við viljum koma þessu fyrir með varanlegum hætti, þessu svæði og því starfi sem þarf að eiga sér stað þar,“ sagði Garðar.
Tengdar fréttir Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08
Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48