Ríkið með lögbannið til dómstóla Hanna Rún sverrisdóttir skrifar 14. mars 2014 14:21 VÍSIR/GVA Ríkissjóður hefur tilkynnt Sýslumanninum á Selfossi að málinu þar sem sýslumaður hafnaði kröfu ríkisins um lögbann við innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi verði skotið til dómstóla. Sameigendur ríkisins að svæði við Geysi hafa haft fyrirætlanir um gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um svæðið. Fjármála- og efnahagsráðherra fór fram á það við sýslumann að lögmann yrði sett á innheimtu gjaldsins. Sýslmaður hafnaði beiðninni á miðvikudaginn. „Við höldum áfram með okkar áform. Stjórnin mun hittast í kvöld eða í fyrramálið og þá ákveðum við með hvaða hætti við höldum þessu starfi okkar áfram,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, þegar fréttastofa ræddi við hann í vikunni. Gjaldtakan muni því taka gildi á næstu dögum og gjaldið verði 600 krónur. „Við höfum talið það mjög hóflegt, um það bil kaffibolli,“ segir Garðar. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að eins og komið hafi fram sé hluti lands innan girðingar á svæðinu séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess séu helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis séreignina sé hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina um það bil 25 prósent í sameignarlandinu með félaginu. Ríkissjóður hafi lýst sig andsnúinn fyrirhugaðri gjaldtöku sameigenda að landinu við Geysi og hafi bent á að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs né innheimt gjald vegna þess. Innheimta gjalds væri sömuleiðis grundvallarbreyting á afnotum svæðisins og tilgangi frá því sem verið hefur og myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. Sameigendum ríkisins hafi verið boðið að ríkissjóður bæri kostnað af nauðsynlegum framkvæmdum til að tryggja vernd svæðisins og til að kosta rekstur þess og gæslu á því, út árið 2015. Var þetta boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. „Það er ekki horft til þess að leysa þetta mál með varanlegum hætti og það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á síðastliðin þrjú ár. Við viljum koma þessu fyrir með varanlegum hætti, þessu svæði og því starfi sem þarf að eiga sér stað þar,“ sagði Garðar. Tengdar fréttir Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Sjá meira
Ríkissjóður hefur tilkynnt Sýslumanninum á Selfossi að málinu þar sem sýslumaður hafnaði kröfu ríkisins um lögbann við innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi verði skotið til dómstóla. Sameigendur ríkisins að svæði við Geysi hafa haft fyrirætlanir um gjaldtöku af ferðamönnum sem fara um svæðið. Fjármála- og efnahagsráðherra fór fram á það við sýslumann að lögmann yrði sett á innheimtu gjaldsins. Sýslmaður hafnaði beiðninni á miðvikudaginn. „Við höldum áfram með okkar áform. Stjórnin mun hittast í kvöld eða í fyrramálið og þá ákveðum við með hvaða hætti við höldum þessu starfi okkar áfram,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, þegar fréttastofa ræddi við hann í vikunni. Gjaldtakan muni því taka gildi á næstu dögum og gjaldið verði 600 krónur. „Við höfum talið það mjög hóflegt, um það bil kaffibolli,“ segir Garðar. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að eins og komið hafi fram sé hluti lands innan girðingar á svæðinu séreign ríkisins samkvæmt afsali frá 1935. Innan þess séu helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi. Landið umhverfis séreignina sé hins vegar í sameign ríkis og félags landeigenda. Ríkissjóður á fyrir utan séreignina um það bil 25 prósent í sameignarlandinu með félaginu. Ríkissjóður hafi lýst sig andsnúinn fyrirhugaðri gjaldtöku sameigenda að landinu við Geysi og hafi bent á að landeigendafélagið geti ekki ráðist í framkvæmdir á séreignarlandi ríkissjóðs né innheimt gjald vegna þess. Innheimta gjalds væri sömuleiðis grundvallarbreyting á afnotum svæðisins og tilgangi frá því sem verið hefur og myndi takmarka afnot af sameignarlandi og séreign íslenska ríkisins. Sameigendum ríkisins hafi verið boðið að ríkissjóður bæri kostnað af nauðsynlegum framkvæmdum til að tryggja vernd svæðisins og til að kosta rekstur þess og gæslu á því, út árið 2015. Var þetta boðið gegn því að sameigendur féllu frá fyrirhugaðri gjaldtöku og reynt yrði í kjölfarið að ná samkomulagi um framtíðarskipan mála á svæðinu. „Það er ekki horft til þess að leysa þetta mál með varanlegum hætti og það er það sem við höfum verið að leggja áherslu á síðastliðin þrjú ár. Við viljum koma þessu fyrir með varanlegum hætti, þessu svæði og því starfi sem þarf að eiga sér stað þar,“ sagði Garðar.
Tengdar fréttir Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Sjá meira
Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum segir talsmaður Geysisfélagsins en gjaldtaka á að hefjast við Geysi á mánudag. 8. mars 2014 13:08
Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48