Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Heimir Már Pétursson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2014 13:08 vísir/gva Fjármálaráðherra segir að lögbannsbeiðni vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku á geysissvæðinu verði lögð fram. Talsmaður Geyisfélagsins segir seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum sem vitað hafi af gjaldttökunni í 18 mánuði, en gjaldtakan á að hefjast á mánudag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur mælt með upptöku náttúrupassa sem gildi fyrir alla helstu ferðamannastaði landsins en ekki hefur verið eining um það mál og hefur Geysisfélagið, félag landeigenda á svæðinu, lagst gegn hugmyndinni. Félagið segir nauðsynlegt að byggja upp á svæðinu fyrir um 500 milljónir króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ágreining ríkja um gjaldtökuheimild á þessu svæði þar sem eignarhaldið sé tvískipt milli ríkisins og landeigenda. Þess vegna verði lögbannsbeiðni lögð fram eftir helgi, en Geysismenn ætla að hefja gjaldtökuna næst komandi mánudag. „Og ríkið getur ekki annað heldur en látið reyna á rétt sinn. Í lögbannsmálinu er verið að fara fram á að gjaldtökuáformin verði stöðvuð. Meðal annars þar sem þau samræmist ekki réttarstöðunni sem sem ríkið telur að sé á svæðinu,“ segir fjármálaráðherra. Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins segir að landeigendur muni láta lögmenn sína skoða rétt þeirra í málinu. „Ef þeir hafa ekki önnur svör til að tala við okkur þá verðum við bara að lúta því. En hins vegar bíð ég enn eftir fundi með fjármálaráðherra og vonandi náum við nú að ræða saman í komandi viku,“ segir Garðar. Fjármálaráðherra segir blandaða eignarhaldið flækja stöðuna á geysissvæðinu. „Og þá verður mögulega í framhaldinu, ef það gengur til dómstóla og fæst dómur, skorið úr um það hvort gjaldtökuheimildir eru yfirhöfuð til staðar eins og atvik málsins eru þarna,“ segir Bjarni. Talsmaður Geysisfélagsins minnir á að tilkynnt hafi verið um þessi áform með löngum fyrirvara. „Það er dálítið seint í rassinn gripið þegar menn ætla endilega að grípa til svona aðgerða rétt þegar þessi áform okkar eiga að verða að veruleika. Manni finnst að það hefði verið hægt að ræða við okkur um þetta síðast liðið eitt og hálft ár. Við höfum reynt af fullum og fúsum vilja að fá þennan minnihluta meðeiganda okkar að einhverju samtali. En það hefur því miður ekki náðst,“ segir Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að lögbannsbeiðni vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku á geysissvæðinu verði lögð fram. Talsmaður Geyisfélagsins segir seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum sem vitað hafi af gjaldttökunni í 18 mánuði, en gjaldtakan á að hefjast á mánudag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur mælt með upptöku náttúrupassa sem gildi fyrir alla helstu ferðamannastaði landsins en ekki hefur verið eining um það mál og hefur Geysisfélagið, félag landeigenda á svæðinu, lagst gegn hugmyndinni. Félagið segir nauðsynlegt að byggja upp á svæðinu fyrir um 500 milljónir króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ágreining ríkja um gjaldtökuheimild á þessu svæði þar sem eignarhaldið sé tvískipt milli ríkisins og landeigenda. Þess vegna verði lögbannsbeiðni lögð fram eftir helgi, en Geysismenn ætla að hefja gjaldtökuna næst komandi mánudag. „Og ríkið getur ekki annað heldur en látið reyna á rétt sinn. Í lögbannsmálinu er verið að fara fram á að gjaldtökuáformin verði stöðvuð. Meðal annars þar sem þau samræmist ekki réttarstöðunni sem sem ríkið telur að sé á svæðinu,“ segir fjármálaráðherra. Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins segir að landeigendur muni láta lögmenn sína skoða rétt þeirra í málinu. „Ef þeir hafa ekki önnur svör til að tala við okkur þá verðum við bara að lúta því. En hins vegar bíð ég enn eftir fundi með fjármálaráðherra og vonandi náum við nú að ræða saman í komandi viku,“ segir Garðar. Fjármálaráðherra segir blandaða eignarhaldið flækja stöðuna á geysissvæðinu. „Og þá verður mögulega í framhaldinu, ef það gengur til dómstóla og fæst dómur, skorið úr um það hvort gjaldtökuheimildir eru yfirhöfuð til staðar eins og atvik málsins eru þarna,“ segir Bjarni. Talsmaður Geysisfélagsins minnir á að tilkynnt hafi verið um þessi áform með löngum fyrirvara. „Það er dálítið seint í rassinn gripið þegar menn ætla endilega að grípa til svona aðgerða rétt þegar þessi áform okkar eiga að verða að veruleika. Manni finnst að það hefði verið hægt að ræða við okkur um þetta síðast liðið eitt og hálft ár. Við höfum reynt af fullum og fúsum vilja að fá þennan minnihluta meðeiganda okkar að einhverju samtali. En það hefur því miður ekki náðst,“ segir Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira