Ríkið óskar lögbanns á gjaldtöku við Geysi Heimir Már Pétursson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2014 13:08 vísir/gva Fjármálaráðherra segir að lögbannsbeiðni vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku á geysissvæðinu verði lögð fram. Talsmaður Geyisfélagsins segir seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum sem vitað hafi af gjaldttökunni í 18 mánuði, en gjaldtakan á að hefjast á mánudag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur mælt með upptöku náttúrupassa sem gildi fyrir alla helstu ferðamannastaði landsins en ekki hefur verið eining um það mál og hefur Geysisfélagið, félag landeigenda á svæðinu, lagst gegn hugmyndinni. Félagið segir nauðsynlegt að byggja upp á svæðinu fyrir um 500 milljónir króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ágreining ríkja um gjaldtökuheimild á þessu svæði þar sem eignarhaldið sé tvískipt milli ríkisins og landeigenda. Þess vegna verði lögbannsbeiðni lögð fram eftir helgi, en Geysismenn ætla að hefja gjaldtökuna næst komandi mánudag. „Og ríkið getur ekki annað heldur en látið reyna á rétt sinn. Í lögbannsmálinu er verið að fara fram á að gjaldtökuáformin verði stöðvuð. Meðal annars þar sem þau samræmist ekki réttarstöðunni sem sem ríkið telur að sé á svæðinu,“ segir fjármálaráðherra. Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins segir að landeigendur muni láta lögmenn sína skoða rétt þeirra í málinu. „Ef þeir hafa ekki önnur svör til að tala við okkur þá verðum við bara að lúta því. En hins vegar bíð ég enn eftir fundi með fjármálaráðherra og vonandi náum við nú að ræða saman í komandi viku,“ segir Garðar. Fjármálaráðherra segir blandaða eignarhaldið flækja stöðuna á geysissvæðinu. „Og þá verður mögulega í framhaldinu, ef það gengur til dómstóla og fæst dómur, skorið úr um það hvort gjaldtökuheimildir eru yfirhöfuð til staðar eins og atvik málsins eru þarna,“ segir Bjarni. Talsmaður Geysisfélagsins minnir á að tilkynnt hafi verið um þessi áform með löngum fyrirvara. „Það er dálítið seint í rassinn gripið þegar menn ætla endilega að grípa til svona aðgerða rétt þegar þessi áform okkar eiga að verða að veruleika. Manni finnst að það hefði verið hægt að ræða við okkur um þetta síðast liðið eitt og hálft ár. Við höfum reynt af fullum og fúsum vilja að fá þennan minnihluta meðeiganda okkar að einhverju samtali. En það hefur því miður ekki náðst,“ segir Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að lögbannsbeiðni vegna fyrirhugaðrar gjaldtöku á geysissvæðinu verði lögð fram. Talsmaður Geyisfélagsins segir seint í rassinn gripið hjá stjórnvöldum sem vitað hafi af gjaldttökunni í 18 mánuði, en gjaldtakan á að hefjast á mánudag. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur mælt með upptöku náttúrupassa sem gildi fyrir alla helstu ferðamannastaði landsins en ekki hefur verið eining um það mál og hefur Geysisfélagið, félag landeigenda á svæðinu, lagst gegn hugmyndinni. Félagið segir nauðsynlegt að byggja upp á svæðinu fyrir um 500 milljónir króna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ágreining ríkja um gjaldtökuheimild á þessu svæði þar sem eignarhaldið sé tvískipt milli ríkisins og landeigenda. Þess vegna verði lögbannsbeiðni lögð fram eftir helgi, en Geysismenn ætla að hefja gjaldtökuna næst komandi mánudag. „Og ríkið getur ekki annað heldur en látið reyna á rétt sinn. Í lögbannsmálinu er verið að fara fram á að gjaldtökuáformin verði stöðvuð. Meðal annars þar sem þau samræmist ekki réttarstöðunni sem sem ríkið telur að sé á svæðinu,“ segir fjármálaráðherra. Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins segir að landeigendur muni láta lögmenn sína skoða rétt þeirra í málinu. „Ef þeir hafa ekki önnur svör til að tala við okkur þá verðum við bara að lúta því. En hins vegar bíð ég enn eftir fundi með fjármálaráðherra og vonandi náum við nú að ræða saman í komandi viku,“ segir Garðar. Fjármálaráðherra segir blandaða eignarhaldið flækja stöðuna á geysissvæðinu. „Og þá verður mögulega í framhaldinu, ef það gengur til dómstóla og fæst dómur, skorið úr um það hvort gjaldtökuheimildir eru yfirhöfuð til staðar eins og atvik málsins eru þarna,“ segir Bjarni. Talsmaður Geysisfélagsins minnir á að tilkynnt hafi verið um þessi áform með löngum fyrirvara. „Það er dálítið seint í rassinn gripið þegar menn ætla endilega að grípa til svona aðgerða rétt þegar þessi áform okkar eiga að verða að veruleika. Manni finnst að það hefði verið hægt að ræða við okkur um þetta síðast liðið eitt og hálft ár. Við höfum reynt af fullum og fúsum vilja að fá þennan minnihluta meðeiganda okkar að einhverju samtali. En það hefur því miður ekki náðst,“ segir Garðar Eiríksson talsmaður Geysisfélagsins.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira