Messi: Ætlum að vinna Real Madrid Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 15:00 Lionel Messi tók boltann með sér heim í gær eftir 18. þrennuna í búningi Barcelona Vísir/Getty „Ég hef loksins náð mér að fullu,“ sagði LionelMessi, leikmaður Barcelona, eftir sigurinn á Osasuna í gær en hann skoraði þrennu í leiknum. Argentínumaðurinn er nú búinn að skora tíu mörk í síðustu sjö leikjum og varð í gær markahæsti leikmaður Barcelona í sögunni með 371 mark. „Ég er kominn aftur í takt við leikinn og finn fyrir meira sjálfstrausti. Mér líður mjög vel. Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Messi sem er ánægður með markametið. „Það er flott að vera orðinn markahæsti leikmaður félagsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta og nú á ég metið. Það er samt mikið sem mig langar enn að afreka. Ég ætla vera hjá Barcelona allan minn feril. Hér líður mér vel og verð eins lengi og félagið vill hafa mig.“ Messi hefur í tvígang verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla tímabilinu en er samt búinn að skora 18 deildarmörk í 21 leik og 31 mark í 33 leikjum í heildina.Strákarnir fagna einu af mörkum Messi í gærkvöldi.Vísir/GettyVerða að vinna Real Madrid Það er eins gott fyrir Barcelona að Messi sé að komast í sitt besta stand því liðið ferðast til Madrídar um næstu helgi og mætir erkifjendunum í Real Madrid í seinni El Clásico-leik spænsku deildarinnar í vetur. Sigur er gífurlegar mikilvægur fyrir Barcelona því tap gerir líklega út um titilvonir liðsins. Real er á toppnum, fjórum stigum á undan Barcelona og sjö stiga forysta yrði eflaust of mikil fyrir Börsunga að brúa. Real Madrid er á ótrúlegu skriði en liðið hefur ekki tapað í 30 leikjum í röð í öllum keppnum. Síðast tapaði Real einmitt fyrir Barcelona, 2-0, í El Clásico á Nývangi 26. október. „Það verður erfiður leikur en við vonumst eftir góðum úrslitum. Við viljum vinna Real Madrid og opna titilbaráttuna upp á gátt. Markmið okkar er að berjast um titilinn fram til síðasta leiks,“ sagði Messi.Markamet Messi nær yfir alla leiki, þar með talda æfingaleiki en fyrir utan þá hefur hann skorað 344 mörk í 412 leikjum síðan hann kom fyrst við sögu tímabilið 2004/2005.Vísir/GettyVísir/GettyMörk Messi.Mynd/Wikipedia Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi bætti markamet Barcelona í risasigri Lionel Messi varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann er búinn að skora 371 mörk fyrir félagið þó svo hann sé aðeins 26 ára gamall. 16. mars 2014 00:01 Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Sjá meira
„Ég hef loksins náð mér að fullu,“ sagði LionelMessi, leikmaður Barcelona, eftir sigurinn á Osasuna í gær en hann skoraði þrennu í leiknum. Argentínumaðurinn er nú búinn að skora tíu mörk í síðustu sjö leikjum og varð í gær markahæsti leikmaður Barcelona í sögunni með 371 mark. „Ég er kominn aftur í takt við leikinn og finn fyrir meira sjálfstrausti. Mér líður mjög vel. Ég er að komast í mitt besta form,“ sagði Messi sem er ánægður með markametið. „Það er flott að vera orðinn markahæsti leikmaður félagsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta og nú á ég metið. Það er samt mikið sem mig langar enn að afreka. Ég ætla vera hjá Barcelona allan minn feril. Hér líður mér vel og verð eins lengi og félagið vill hafa mig.“ Messi hefur í tvígang verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla tímabilinu en er samt búinn að skora 18 deildarmörk í 21 leik og 31 mark í 33 leikjum í heildina.Strákarnir fagna einu af mörkum Messi í gærkvöldi.Vísir/GettyVerða að vinna Real Madrid Það er eins gott fyrir Barcelona að Messi sé að komast í sitt besta stand því liðið ferðast til Madrídar um næstu helgi og mætir erkifjendunum í Real Madrid í seinni El Clásico-leik spænsku deildarinnar í vetur. Sigur er gífurlegar mikilvægur fyrir Barcelona því tap gerir líklega út um titilvonir liðsins. Real er á toppnum, fjórum stigum á undan Barcelona og sjö stiga forysta yrði eflaust of mikil fyrir Börsunga að brúa. Real Madrid er á ótrúlegu skriði en liðið hefur ekki tapað í 30 leikjum í röð í öllum keppnum. Síðast tapaði Real einmitt fyrir Barcelona, 2-0, í El Clásico á Nývangi 26. október. „Það verður erfiður leikur en við vonumst eftir góðum úrslitum. Við viljum vinna Real Madrid og opna titilbaráttuna upp á gátt. Markmið okkar er að berjast um titilinn fram til síðasta leiks,“ sagði Messi.Markamet Messi nær yfir alla leiki, þar með talda æfingaleiki en fyrir utan þá hefur hann skorað 344 mörk í 412 leikjum síðan hann kom fyrst við sögu tímabilið 2004/2005.Vísir/GettyVísir/GettyMörk Messi.Mynd/Wikipedia
Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi bætti markamet Barcelona í risasigri Lionel Messi varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann er búinn að skora 371 mörk fyrir félagið þó svo hann sé aðeins 26 ára gamall. 16. mars 2014 00:01 Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Sjá meira
Messi bætti markamet Barcelona í risasigri Lionel Messi varð í dag markahæsti leikmaður í sögu Barcelona. Hann er búinn að skora 371 mörk fyrir félagið þó svo hann sé aðeins 26 ára gamall. 16. mars 2014 00:01