„Allir aðrir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2014 21:00 Ásta Sigurðardóttir. vísir/gva Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt og að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar. Þetta kom fram í tilkynningu frá Matvælastofnun sem gefin út var í dag. Að sama skapi kemur fram að árið 2012 hafi greinst lirfur ormsins Strongyloides stercoralis í saursýnum úr hundum á Dalsmynni í fyrsta sinn á Íslandi og getur þessi ormur smitað bæði menn og dýr. „Það eru engir ormar í okkar hundum. Það kom smit með hundi úr einangrunarstöð árið 2008 en við leggjum mikið á okkur til að hreinsa allt búrið,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sem er ósátt við ákvörðum Matvælastofnunar. Með bréfi Matvælastofnunar dagsettu 1. mars 2012 var ótímabundið bann sett við dreifingu hunda frá búinu. Matvælastofnun aflétti banninu 30. apríl 2012 þar sem engin merki um sýkingu ormsins fundust í saursýnum frá búinu sem tekin voru í tvígang í apríl 2012. Í sama bréfi var mælst til þess að búið tæki ábyrga stefnu gagnvart ormasýkingunni sem getur reynst erfið viðureignar.Ásta segir ekkert ólögmætt hafa átt sér stað á Dalsmynni.mynd/ásta sigurðardóttirHissa á ákvörðuninni Ásta segist hissa á þessari ákvörðun og hefur lögfræðingur hennar sent bréf til Matvælastofnunar og óskað eftir leiðréttingu á þessu. „Ég skil þetta ekki og veit ekki af hverju þetta var gert. Ég held það hafi verið vegna þess að hingað komu tvær konur til þess að kanna það hvort ég merkti hvolpana. Þær komu á föstudegi en ég gat ekki tekið á móti þeim því ég var veik. Ég bað þær því um að koma á mánudegi. Í kjölfarið fékk ég þessa tilkynningu frá þeim.“ Dalsmynni hefur sætt þó nokkurri gagnrýni síðastliðin ár og segist Ásta ekki vita hversvegna það sé. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann.“ Málið er til áframhaldandi skoðunar hjá Matvælastofnun og eru frekari aðgerðir til að tryggja velferð hunda á búinu ekki útilokaðar.mynd/ásta sigurðardóttirSegir öllum reglum framfylgt Ásta tekur fyrir að nokkuð ólögmætt eigi sér stað á búinu og hefur lögfræðingur hennar sent Matvælastofnun bréf þar sem óskað er eftir leiðréttingu á þessari ákvörðun. „Ég er búin að vera í þessu í 23 ár og þetta er lífið í brjóstinu okkar, dýrin,“ segir Ásta að lokum á sama tíma og hún segist vera sár og reið yfir ákvörðuninni. Hún er þó vongóð um að þessi ákvörðun verði dregin til baka og segir hún Dalsmynni uppfylla allar tilsettar kröfur og skilyrði Matvælastofnunar.Hundaræktunin vakti töluverða athygli þegar Sölvi Tryggvason tók viðtal við Ástu í Málinu á síðasta ári. Hægt er að sjá hluta úr viðtalinu hér að neðan. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu dýra Hundaræktarinnar ehf. frá Dalsmynni. Óheimilt verður að afhenda dýr frá bænum þar til sýnt hefur verið fram á að kröfum Matvælastofnunar um úrbætur á aðbúnaði dýranna hafi verið sinnt og að gripið hafi verið til nauðsynlegra aðgerða á hundabúinu til halda niðri smiti af völdum þráðorma og annarra iðrasýkinga sem greinst hafa þar. Þetta kom fram í tilkynningu frá Matvælastofnun sem gefin út var í dag. Að sama skapi kemur fram að árið 2012 hafi greinst lirfur ormsins Strongyloides stercoralis í saursýnum úr hundum á Dalsmynni í fyrsta sinn á Íslandi og getur þessi ormur smitað bæði menn og dýr. „Það eru engir ormar í okkar hundum. Það kom smit með hundi úr einangrunarstöð árið 2008 en við leggjum mikið á okkur til að hreinsa allt búrið,“ segir Ásta Sigurðardóttir, eigandi Dalsmynnis sem er ósátt við ákvörðum Matvælastofnunar. Með bréfi Matvælastofnunar dagsettu 1. mars 2012 var ótímabundið bann sett við dreifingu hunda frá búinu. Matvælastofnun aflétti banninu 30. apríl 2012 þar sem engin merki um sýkingu ormsins fundust í saursýnum frá búinu sem tekin voru í tvígang í apríl 2012. Í sama bréfi var mælst til þess að búið tæki ábyrga stefnu gagnvart ormasýkingunni sem getur reynst erfið viðureignar.Ásta segir ekkert ólögmætt hafa átt sér stað á Dalsmynni.mynd/ásta sigurðardóttirHissa á ákvörðuninni Ásta segist hissa á þessari ákvörðun og hefur lögfræðingur hennar sent bréf til Matvælastofnunar og óskað eftir leiðréttingu á þessu. „Ég skil þetta ekki og veit ekki af hverju þetta var gert. Ég held það hafi verið vegna þess að hingað komu tvær konur til þess að kanna það hvort ég merkti hvolpana. Þær komu á föstudegi en ég gat ekki tekið á móti þeim því ég var veik. Ég bað þær því um að koma á mánudegi. Í kjölfarið fékk ég þessa tilkynningu frá þeim.“ Dalsmynni hefur sætt þó nokkurri gagnrýni síðastliðin ár og segist Ásta ekki vita hversvegna það sé. „Það er ekki fylgst með neinum eins og okkur. Í raun er ekki fylgst með neinum. Þetta er einungis gert vegna þess að við viljum vera lögleg og borga skatta og skyldur en hinir stinga öllu svart og sykurlaust í vasann.“ Málið er til áframhaldandi skoðunar hjá Matvælastofnun og eru frekari aðgerðir til að tryggja velferð hunda á búinu ekki útilokaðar.mynd/ásta sigurðardóttirSegir öllum reglum framfylgt Ásta tekur fyrir að nokkuð ólögmætt eigi sér stað á búinu og hefur lögfræðingur hennar sent Matvælastofnun bréf þar sem óskað er eftir leiðréttingu á þessari ákvörðun. „Ég er búin að vera í þessu í 23 ár og þetta er lífið í brjóstinu okkar, dýrin,“ segir Ásta að lokum á sama tíma og hún segist vera sár og reið yfir ákvörðuninni. Hún er þó vongóð um að þessi ákvörðun verði dregin til baka og segir hún Dalsmynni uppfylla allar tilsettar kröfur og skilyrði Matvælastofnunar.Hundaræktunin vakti töluverða athygli þegar Sölvi Tryggvason tók viðtal við Ástu í Málinu á síðasta ári. Hægt er að sjá hluta úr viðtalinu hér að neðan.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira