Kostnaðurinn við stúdentspróf í Hraðbraut 1,8 milljón Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2014 12:04 Ólafur Johnson er skólastjóri Hraðbrautar. Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa á ný í haust eftir tveggja ára hlé en þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu skólans. Námið mun kosta 890 þúsund krónur á ári og því greiða nemendur 1780 þúsund krónur fyrir stúdentsprófið takist þeim að klára námið á tveimur árum. Skólinn hætti störfum árið 2012 eftir að þjónustusamningur stjórnvalda við skólann var ekki endurnýjaður. Í tilkynningunni kemur fram að stúdentspróf á tveimur árum verði í boði á ný. „Námið verður byggt á nýrri aðalnámskrá. Nám nemenda sem hafa lokið hluta náms í framhaldsskóla í samræmi við eldri námskrá verður þó metið í skólann. Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa næsta haust. Hægt verður að sækja um skólavist hér á heimasíðunni frá og með næsta fimmtudegi. Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Umsóknarferlið i Hraðbraut er aðskilið umsóknarferli í aðra framhaldsskóla og því geta þeir sem sækja um skólavist í Hraðbraut gert það þótt þeir sæki um skólavist í aðra skóla,“ segir í tilkynningunni frá skólanum. Þar kemur fram að skólinn verði rekinn án fjárstuðnings ríkisins en ráðherra hefur hafnað því að gera þjónustusamning við skólann vegna fjárhags ríkissjóðs. „Ekki er hægt að bíða með að hefja skólastarf þar til fjárhagur ríkisins batnar enda er áhuginn á skólanum mikill. Það þýðir að skólagjöld verða að standa undir rekstri skólans. Skólagjöld hækka því mikið og verða kr. 890.000 á hverju skólaári (tvær annir). Það er engu að síður mun lægri kostnaður á hvern „ársnema“ en í nokkrum öðrum framhaldsskóla á Íslandi. Fjárhagslegur ávinningur nemenda af því að ljúka háskólanámi fyrr en kostur er á öðrum skólum er mikill, miklu meiri en nemur skólagjöldunum.“ Tengdar fréttir Skólastjóri Hraðbrautar ver sig á Youtube „Ef vel tekst til, að þeirra mati sem standa að aðförinni, verður skólinn lagður niður innan tíðar," segir Ólafur H. Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, sem nú hefur birt níu myndbönd á vefnum Youtube. 30. desember 2010 09:33 Hraðbraut hættir starfsemi Við blasir að starfsemi Menntaskólans Hraðbrautar verður hætt nú að skólaárinu loknu, í bili að minnsta kosti. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, segir að reynt verði að aðstoða nemendur á fyrra námsári til að tryggja þeim skólavist annars staðar eins farsællega og kostur er. Sama eigi við um kennara og aðra starfsmenn Hraðbrautar sem margir hafi leitað á aðrar slóðir, með góðum árangri í flestum tilvikum. 6. júní 2012 14:14 Hraðbraut leggst af árið 2012 - skólastjórinn brúar bilið þangað til Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Menntaskólinn Hraðbraut hafa framlengt þjónustusamning skólans við ríkið fram til útskriftar núverandi nemenda á fyrra ári. Þetta var tilkynnt á sameiginlegum fundi nemenda og starfsfólks nú síðdegis en tilkynning þess eðlis var birt á heimasíðu skólans í dag. 23. febrúar 2011 18:09 Skólastjóri Hraðbrautar segir ekkert athugavert við arðgreiðslur Skólastjóri Hraðbrautar, Ólafur H. Johnson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum að arðgreiðslur til eigenda skólans, sem DV minntist á í fréttum sínum, ekki athugaverðar. Þá segist hann ennfremur ekki kvíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. 28. júní 2010 15:05 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa á ný í haust eftir tveggja ára hlé en þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu skólans. Námið mun kosta 890 þúsund krónur á ári og því greiða nemendur 1780 þúsund krónur fyrir stúdentsprófið takist þeim að klára námið á tveimur árum. Skólinn hætti störfum árið 2012 eftir að þjónustusamningur stjórnvalda við skólann var ekki endurnýjaður. Í tilkynningunni kemur fram að stúdentspróf á tveimur árum verði í boði á ný. „Námið verður byggt á nýrri aðalnámskrá. Nám nemenda sem hafa lokið hluta náms í framhaldsskóla í samræmi við eldri námskrá verður þó metið í skólann. Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa næsta haust. Hægt verður að sækja um skólavist hér á heimasíðunni frá og með næsta fimmtudegi. Umsóknarfrestur er til 11. júní nk. Umsóknarferlið i Hraðbraut er aðskilið umsóknarferli í aðra framhaldsskóla og því geta þeir sem sækja um skólavist í Hraðbraut gert það þótt þeir sæki um skólavist í aðra skóla,“ segir í tilkynningunni frá skólanum. Þar kemur fram að skólinn verði rekinn án fjárstuðnings ríkisins en ráðherra hefur hafnað því að gera þjónustusamning við skólann vegna fjárhags ríkissjóðs. „Ekki er hægt að bíða með að hefja skólastarf þar til fjárhagur ríkisins batnar enda er áhuginn á skólanum mikill. Það þýðir að skólagjöld verða að standa undir rekstri skólans. Skólagjöld hækka því mikið og verða kr. 890.000 á hverju skólaári (tvær annir). Það er engu að síður mun lægri kostnaður á hvern „ársnema“ en í nokkrum öðrum framhaldsskóla á Íslandi. Fjárhagslegur ávinningur nemenda af því að ljúka háskólanámi fyrr en kostur er á öðrum skólum er mikill, miklu meiri en nemur skólagjöldunum.“
Tengdar fréttir Skólastjóri Hraðbrautar ver sig á Youtube „Ef vel tekst til, að þeirra mati sem standa að aðförinni, verður skólinn lagður niður innan tíðar," segir Ólafur H. Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, sem nú hefur birt níu myndbönd á vefnum Youtube. 30. desember 2010 09:33 Hraðbraut hættir starfsemi Við blasir að starfsemi Menntaskólans Hraðbrautar verður hætt nú að skólaárinu loknu, í bili að minnsta kosti. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, segir að reynt verði að aðstoða nemendur á fyrra námsári til að tryggja þeim skólavist annars staðar eins farsællega og kostur er. Sama eigi við um kennara og aðra starfsmenn Hraðbrautar sem margir hafi leitað á aðrar slóðir, með góðum árangri í flestum tilvikum. 6. júní 2012 14:14 Hraðbraut leggst af árið 2012 - skólastjórinn brúar bilið þangað til Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Menntaskólinn Hraðbraut hafa framlengt þjónustusamning skólans við ríkið fram til útskriftar núverandi nemenda á fyrra ári. Þetta var tilkynnt á sameiginlegum fundi nemenda og starfsfólks nú síðdegis en tilkynning þess eðlis var birt á heimasíðu skólans í dag. 23. febrúar 2011 18:09 Skólastjóri Hraðbrautar segir ekkert athugavert við arðgreiðslur Skólastjóri Hraðbrautar, Ólafur H. Johnson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum að arðgreiðslur til eigenda skólans, sem DV minntist á í fréttum sínum, ekki athugaverðar. Þá segist hann ennfremur ekki kvíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. 28. júní 2010 15:05 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Skólastjóri Hraðbrautar ver sig á Youtube „Ef vel tekst til, að þeirra mati sem standa að aðförinni, verður skólinn lagður niður innan tíðar," segir Ólafur H. Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, sem nú hefur birt níu myndbönd á vefnum Youtube. 30. desember 2010 09:33
Hraðbraut hættir starfsemi Við blasir að starfsemi Menntaskólans Hraðbrautar verður hætt nú að skólaárinu loknu, í bili að minnsta kosti. Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, segir að reynt verði að aðstoða nemendur á fyrra námsári til að tryggja þeim skólavist annars staðar eins farsællega og kostur er. Sama eigi við um kennara og aðra starfsmenn Hraðbrautar sem margir hafi leitað á aðrar slóðir, með góðum árangri í flestum tilvikum. 6. júní 2012 14:14
Hraðbraut leggst af árið 2012 - skólastjórinn brúar bilið þangað til Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Menntaskólinn Hraðbraut hafa framlengt þjónustusamning skólans við ríkið fram til útskriftar núverandi nemenda á fyrra ári. Þetta var tilkynnt á sameiginlegum fundi nemenda og starfsfólks nú síðdegis en tilkynning þess eðlis var birt á heimasíðu skólans í dag. 23. febrúar 2011 18:09
Skólastjóri Hraðbrautar segir ekkert athugavert við arðgreiðslur Skólastjóri Hraðbrautar, Ólafur H. Johnson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum að arðgreiðslur til eigenda skólans, sem DV minntist á í fréttum sínum, ekki athugaverðar. Þá segist hann ennfremur ekki kvíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi. 28. júní 2010 15:05