Innlent

Skólastjóri Hraðbrautar segir ekkert athugavert við arðgreiðslur

Ólafur H. Johnson.
Ólafur H. Johnson.

Skólastjóri Hraðbrautar, Ólafur H. Johnson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum að arðgreiðslur til eigenda skólans, sem DV minntist á í fréttum sínum, ekki athugaverðar. Þá segist hann ennfremur ekki kvíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi.

Vísir greindi frá því í dag að þriggja ára þjónustusamningur á milli menntamálaráðuneytis og Hraðbrautar hefði runnið út.

Í kjölfarið óskaði menntamálaráðuneytið eftir ársskýrslu skólans og var ákveðið að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á starfsemi skólans. Í yfirlýsingunni segir hann að það sé ekkert athugavert við það heldur sé það eðlilegur undanfari að endurnýjun þjónustusamnings.

Þá kom fram í DV að skólstjórinn hefði borgað sér út tugi milljóna í arð.

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu skólastjórans í heild sinni.


Tengdar fréttir

Fjármál Hraðbrautar til Ríkisendurskoðunar

Menntamálaráðuneytið hefur óskað eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á Menntaskólanum Hraðbraut en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu þá er það gert vegna þess að samningar á milli ríkis og skólans renna út í ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×