Innlent

400 kennarar mættu í verkfallsmiðstöðina í dag

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Guðjón Ragnar er einn af þeim sem stendur vaktina í verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara á höfuðborgarsvæðinu.
Guðjón Ragnar er einn af þeim sem stendur vaktina í verkfallsmiðstöð framhaldsskólakennara á höfuðborgarsvæðinu. VÍSIR/VILHELM
„Það er rosalegur fjöldi hér og búið að vera hér fullt hús hér í verkfallsmiðstöðinni í allan dag,“ segir  Guðjón Ragnar Jónasson, framhaldsskólakennari og forstöðumaður verkfallsmiðstöðvar framhaldsskólakennara á höfuðborgarsvæðinu. „Það hafa að lágmarki komið 400 manns hingað í dag.“

Hann segir mikla samstöðu meðal kennara. „Maður skilur það núna þegar maður finnur samstöðuna hvernig hægt hefur verið að halda úti framhaldsskólum miðað við þær aðstæður sem þeim hafa verið búnar,“ segir Guðjón. „Maður finnur þennan mikla samtakamátt sem hefur haldið þessu kerfi á floti.“

Guðjón hvetur alla kennara að mæta í húsnæði miðstöðvarinnar í Framheimilinu í Safamýri. „Hér geta kennarar hist og talað saman og notið góðra veitinga.“

Framhaldsskólakennarar eru einnig með miðstöðvar í Reykjanesbæ og á Akranesi, Akureyri og Ísafirði.


Tengdar fréttir

Framhaldsskólakennarar standa saman

Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×