Innlent

Framhaldsskólakennarar standa saman

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Við búumst við því að kennarar fjölmenni á morgun en það er mikill samtakamáttur í kennurum og þeir standa saman,“ segir Guðjón.
„Við búumst við því að kennarar fjölmenni á morgun en það er mikill samtakamáttur í kennurum og þeir standa saman,“ segir Guðjón. VÍSIR/GVA/EINKASAFN/
Verkfallsmiðstöðin þar sem framhaldsskólakennarar munu eiga samastað á meðan á verkfalli stendur opnar á morgun. „Hún verður í Fram-heimilinu í Safamýrinni og húsið opnar klukkan 11 og það verður opið til 15,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, framhaldsskólakennari og forstöðumaður verkfallsmiðstöðvarinnar.

Í Verkfallsmiðstöðinni munu skólarnir skiptast á að sjá um veitingarnar og kaffið. „Þetta er gamall siður að kennarar hafi samastað og þeir skiptist á með veitignarnar,“ segir Guðjón sem hefur verið á fullu að baka í dag og útbúa heita rétti.

„Við búumst við því að kennarar fjölmenni á morgun en það er mikill samtakamáttur í kennurum og þeir standa saman,“ segir Guðjón. Í miðstöðinni hittast kennararnir og fá tækifæri til að ræða við stjórnina og afla frétta.

Á morgun ætlar Gunnlaugur Ásgeirsson að segja sögur af fyrri verkföllum og hvernig þau gengu fyrir sig.

„Það verður opið á morgun og á miðvikudaginn en á fimmtudag og föstudag verður aðalfundur félags framhaldsskólakennara þar sem skipt verður um stjórn. Aðalheiður Steingrímsdóttir hættir sem formaður félagsins og Guðríður Arnardóttir mun taka við.

„Ef verkfallinu lýkur ekki í vikunni verður miðstöðin opin í næstu viku og meðan þörf krefur,“ segir Guðjón. Hann segir kennara hæfilega vongóða að úr málunum leysist og vonar það besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×