Innlent

Óveður um mestallt land fram á morgun

Visir/Stefán

Spáð er verulegu óveðri víða á landinu í nótt og fram á morgun. Illfært er orðið á Austulandi en þar er spáð mikilli úrkomu og slyddu á láglendi fram á morgun.  Veður fer versnandi á Norðurlandi og Vestfjörðum með mikilli veðurhæð og úrkomu.  Víða eru vegir lokaðir vegna þæfings og hálku. Mikilli ofankomu og stormi er spáð um mestallt land og farþegar á milli Ketiláss og Siglufjarðar eru beðnir um að gæta ítrustu varúðar vegna mögulegrar snjóflóðahættu.
Búast má við þungri færð vegna ofankomu og skafrennings á Norðan og Austanverðu landinu í nótt og á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.