Gylfi Þór: Seinni hálfleikurinn ekki nógu góður Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 23:21 Gylfi Þór með boltann í Cardiff í kvöld. Vísir/EPA „Þetta var bara svona la-la,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, við Vísi um frammistöðu Íslands eftir 3-1 tapið gegn Wales í kvöld.Eins og landsliðsþjálfarinn var hann ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki jafnkátur með þann síðari þar sem Wales skoraði tvö mörk og tryggði sér sigurinn. „Það gekk allt mikið mun betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik voru menn alltof djúpir og við áttum erfitt með að spila boltanum,“ sagði Gylfi Þór. „Við pressuðum þá aðeins framar í fyrri hálfleik og vorum að vinna boltann á þeirra vallarhelmingi. Við sóttum meira og spiluðum boltanum betur á milli okkar.“ „Það var allt annað í gangí í seinni hálfleik. Þetta var náttúrlega æfingaleikur þannig við gerðum breytingar til að rúlla á liðinu og leyfa mönnum að spila.“ „Persónulega fannst mér þetta ganga betur í fyrri hálfleik þegar ég og Aron vorum á miðjunni. Við náum vel saman. Þá vorum við að spila boltanum betur og sækja meira,“ sagði Gylfi Þór.Gareth Bale fór á kostum í leiknum í kvöld en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Hann var í raun munurinn á liðunum tveimur. „Hann gerði gæfumuninn. Án hans væru þeir ekki nærri því jafnsterkir og þeir eru núna. Hann er svo fljótur að það er erfitt að verjast honum ef hann fer af stað,“ sagði Gylfi sem var ekkert sérstaklega kátur með úrslitin í leiknum. „Auðvitað eru ekki úrslitin ekki góð en þau skipta ekki mestu máli. Seinni hálfleikurinn var bara ekki nógu góður hjá okkur. Þjálfararnir voru auðvitað að skoða ýmislegt eins og Theódor í hægri bakverðinum og svo gerðum við breytingar í hálfleik. Þetta er gott tækifæri fyrir þjálfarana til að prófa sig áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Heimir Hallgrímsson var ánægður með margt í leik Íslands í kvöld þrátt fyrir tap gegn Wales ytra. 5. mars 2014 22:47 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
„Þetta var bara svona la-la,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í fótbolta, við Vísi um frammistöðu Íslands eftir 3-1 tapið gegn Wales í kvöld.Eins og landsliðsþjálfarinn var hann ánægður með fyrri hálfleikinn en ekki jafnkátur með þann síðari þar sem Wales skoraði tvö mörk og tryggði sér sigurinn. „Það gekk allt mikið mun betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik voru menn alltof djúpir og við áttum erfitt með að spila boltanum,“ sagði Gylfi Þór. „Við pressuðum þá aðeins framar í fyrri hálfleik og vorum að vinna boltann á þeirra vallarhelmingi. Við sóttum meira og spiluðum boltanum betur á milli okkar.“ „Það var allt annað í gangí í seinni hálfleik. Þetta var náttúrlega æfingaleikur þannig við gerðum breytingar til að rúlla á liðinu og leyfa mönnum að spila.“ „Persónulega fannst mér þetta ganga betur í fyrri hálfleik þegar ég og Aron vorum á miðjunni. Við náum vel saman. Þá vorum við að spila boltanum betur og sækja meira,“ sagði Gylfi Þór.Gareth Bale fór á kostum í leiknum í kvöld en hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Hann var í raun munurinn á liðunum tveimur. „Hann gerði gæfumuninn. Án hans væru þeir ekki nærri því jafnsterkir og þeir eru núna. Hann er svo fljótur að það er erfitt að verjast honum ef hann fer af stað,“ sagði Gylfi sem var ekkert sérstaklega kátur með úrslitin í leiknum. „Auðvitað eru ekki úrslitin ekki góð en þau skipta ekki mestu máli. Seinni hálfleikurinn var bara ekki nógu góður hjá okkur. Þjálfararnir voru auðvitað að skoða ýmislegt eins og Theódor í hægri bakverðinum og svo gerðum við breytingar í hálfleik. Þetta er gott tækifæri fyrir þjálfarana til að prófa sig áfram,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Heimir Hallgrímsson var ánægður með margt í leik Íslands í kvöld þrátt fyrir tap gegn Wales ytra. 5. mars 2014 22:47 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19
Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Heimir Hallgrímsson var ánægður með margt í leik Íslands í kvöld þrátt fyrir tap gegn Wales ytra. 5. mars 2014 22:47
Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24