Bjarni setur rifu á ESB dyrnar Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2014 18:38 Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit við Evrópusambandið alvarlega. Nokkur þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla því að aðildarumsókn Íslands verði dregin til baka. Þrátt fyrir fremur kaldranalegt veður kom stór hópur fólks saman til að mótmæla á Austurvelli í dag. Dagskrá Alþingis á mánudag hefur enn ekki verið ákveðin. En margt bendir til að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sé kannski að opna á möguleika í stöðunni. Bjarni segir langsótt að þjóðin kjósi um eitthvað sem ekki sé á dagskrá Alþingis og vísar þar til þess að áframhald viðræðna sé ekki til umræðu beint, heldur ályktun um að draga aðildarumsókn til baka. „En mér finnst að við hljótum að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar alvarlega og íhuga það hvort hægt er að koma til móts við þá kröfu að umræðan fái að þroskast aðeins frekar og með hvaða mætti þjóðin gæti mögulega komið að ákvörðun í þessu máli. Það er eitthvað sem mér finnst við hafa skyldu til að hlusta eftir og ígrunda vel. Við þurfum að ræða það líka þingflokkarnir á Alþingi,“ segir Bjarni Benediktsson. Stuðningur þjóðarinnar birstist með ýmsum hætti til dæmis með ríkum stuðningi við stjórnarflokkana fyrir tæpu ári. En þau nokkur þúsund manns sem mættu á Austurvöll í dag vissu hvað þau vildu en meðal ræðumanna á útifundinum var handboltakappinn Ólafur Stefánsson. „Þeir eru þarna bara fyrir einhverja sérhagsmuni, hagsmunahópa, það hefur löngum verið augljóst. En þeir gætu kannski reynt að gera eitthvað til að sýna okkur að þeir séu þarna fyrir okkur. Ef að það gerist ekki og þeir ætla að halda áfram á sömu leið, þá verðum við að breyta sjálfu kerfinu,“ sagði Ólafur og bætti við: „Og þið vitið það að ef við gefum of lengi eftir verðum við sósuð og steikt í hausnum og vitum ekki alveg hvar við stöndum og allt í einu erum við lent einhvers staðar sem við vildum ekki lenda,“ sagði handboltakappinn Ólafur. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar um viðræðuslit við Evrópusambandið alvarlega. Nokkur þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla því að aðildarumsókn Íslands verði dregin til baka. Þrátt fyrir fremur kaldranalegt veður kom stór hópur fólks saman til að mótmæla á Austurvelli í dag. Dagskrá Alþingis á mánudag hefur enn ekki verið ákveðin. En margt bendir til að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sé kannski að opna á möguleika í stöðunni. Bjarni segir langsótt að þjóðin kjósi um eitthvað sem ekki sé á dagskrá Alþingis og vísar þar til þess að áframhald viðræðna sé ekki til umræðu beint, heldur ályktun um að draga aðildarumsókn til baka. „En mér finnst að við hljótum að taka viðbrögðum við tillögu ríkisstjórnarinnar alvarlega og íhuga það hvort hægt er að koma til móts við þá kröfu að umræðan fái að þroskast aðeins frekar og með hvaða mætti þjóðin gæti mögulega komið að ákvörðun í þessu máli. Það er eitthvað sem mér finnst við hafa skyldu til að hlusta eftir og ígrunda vel. Við þurfum að ræða það líka þingflokkarnir á Alþingi,“ segir Bjarni Benediktsson. Stuðningur þjóðarinnar birstist með ýmsum hætti til dæmis með ríkum stuðningi við stjórnarflokkana fyrir tæpu ári. En þau nokkur þúsund manns sem mættu á Austurvöll í dag vissu hvað þau vildu en meðal ræðumanna á útifundinum var handboltakappinn Ólafur Stefánsson. „Þeir eru þarna bara fyrir einhverja sérhagsmuni, hagsmunahópa, það hefur löngum verið augljóst. En þeir gætu kannski reynt að gera eitthvað til að sýna okkur að þeir séu þarna fyrir okkur. Ef að það gerist ekki og þeir ætla að halda áfram á sömu leið, þá verðum við að breyta sjálfu kerfinu,“ sagði Ólafur og bætti við: „Og þið vitið það að ef við gefum of lengi eftir verðum við sósuð og steikt í hausnum og vitum ekki alveg hvar við stöndum og allt í einu erum við lent einhvers staðar sem við vildum ekki lenda,“ sagði handboltakappinn Ólafur.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira