Erlent

Hringdu á lögreglu til að komast frá borði

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan mætti á staðinn þegar farþegar vélarinnar hringdu í hana.
Lögreglan mætti á staðinn þegar farþegar vélarinnar hringdu í hana.
Farþegar um borð í flugvél Ryanair hringdu á lögreglu þar sem þeir sátu fastir í vél flugfélagsins, á flugvellinum Standsted í London að nóttu til, án matar og drykkjar. Áfangastaður var Portúgal.

Fluginu seinkaði og samtals varði seinkunin í ellefu klukkustundir. Farþegarnir höfðu þurft að bíða í nokkrar klukkustundir á flugvellinum áður en þeir fengu að fara um borð. Þar sátu þeir svo í þrjár klukkustundir án matar og drykkjar. Þeir fengu ekki að fara frá borði aftur þar sem flugstöðvarbyggingin er lokuð á nóttinni. Þá tóku einhverjir sig til og hringdu á lögreglu sem bárust um 50 símtöl frá farþegum vélarinnar.

Þegar lögreglan kom á staðinn fengu farþegarnir að fara frá borði og inn í flugstöðvarbygginguna.

Þar biðu farþegarnir í tvær klukkustundir áður en þeim var vísað um borð vélarinnar í annað sinn. Þar þurftu þeir að bíða í tvær klukkustundir til viðbótar áður en vélin lagði af stað til Portúgals.

Farþegarnir voru að vonum orðnir þreyttir enda er venjulegur tími flugs frá London til Portúgals rétt rúmlega tvær klukkustundir.

Um borð voru teknar myndir og myndbönd. Á einu myndbandanna heyrist meðal annars þegar einn farþeginn talar við lögregluna og segir: „Það er barn um borð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×