Innlent

Oddvitar stjórnarflokkanna á Akureyri vilja þjóðaratkvæðagreiðslu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Baldvin Guðmundsson (t.v.) og Gunnar Gíslason.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson (t.v.) og Gunnar Gíslason.
Oddvitar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins á Akureyri vilja að landsmenn fái að segja álit sitt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Akureyri vikublað greinir frá.

Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðismanna, segir að best hefði verið að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en viðræður hófust.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, kollegi hans hjá Framsóknarflokknum, segist ekki endilega vera fylgjandi inngöngu Íslands í ESB. Hann telji þó ekki rétt að snúa við í miðri á.

Eva Hrund Einarsdóttir, sem skipar annað sætið hjá Sjálfstæðisflokknum, og Njáll Trausti Friðbertsson, sem skipar það þriðja, eru á sömu línu.

„Ef menn segjast ætla að gera eitthvað, þá finnst mér persónulega að menn eigi að standa við það. Ég er enginn Evrópusinni svo því sé haldið til haga,“ segir Eva. Njáll segir í samtali við Akureyri vikublað eðlilegt að þjóðin fái að segja hug sinn áður en lengra verði haldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×