Bólusetningin gagnast fleirum en 12 ára stúlkum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. febrúar 2014 10:23 "Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. VÍSIR/VILHELM/AÐSEND Félag bandarískra kvensjúkdóma- og fæðingalækna hvetja til þess að bæði konur og karlar upp að 26 ára aldri verði bólusett gegn HPV veirunni. Þar eins og hér á landi eru 12 ára stúlkur þær einu sem eru bólusettar gegn veirunni. „Það eru fleiri hópar sem þessar bólusetningar myndu geta haft áhrif á en ungar stúlkur,“ segir Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Umræðan um þetta er aðeins að hefjast hér á landi.“ „Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. En að hans sögn myndu bólusetningarnar koma sér vel fyrir fleiri en þær sem eru bólusettar nú.HPV veiran veldur meðal annars krabbameini í endaþarmi Um 80 prósent fólks smitast af HPV veirunni tveimur árum eftir að það byrjar að stunda kynlíf. Um 40 tegundir eru af veirunni og um 15 af þeim eru krabbameinsvaldandi. Í um 90 prósent tilfella losnar fólkið við veiruna af sjálfu sér að sögn Kristjáns. Bóluefnið sem ungum stúlkum er gefið í dag ver þær fyrir tveimur af þessum 15 krabbameinsvaldandi veirum en þær tvær valda um 70 prósent af leghálskrabbameinum. „HPV veiran getur einnig valdið krabbameini í endaþarmi, munnkoki og getnaðarlimi,“ segir Kristján. Samkynhneigðir karlar eru í 17 prósent meiri hættu á að fá krabbamein í endaþarmsop en þeir sem hafa bara kynmök við konur. Það er vegna HPV veirunnar. Foreldrar ungra drengja ættu því að hafa það í huga að láta bólusetja þá. Konur sem eru að koma úr löngum samböndum og hafa áhuga á að stofna til nýrra ættu sömuleiðis að hugleiða bólusetningu. Ekki sé víst að þær hafi fengið veiruna og með bólusetningu væru þær að verja sig gagnvart smiti. Í Danmörku er konum boðið upp á ókeypis bólusetningu upp að 26 ára aldri. Hér á landi þyrftu þær konur og þeir karlmenn sem hafa áhuga á bólusetningu að greiða fyrir hana sjálf. Tvær tegundir bólusetninga eru í boði hér á landi nú og sú dýrari kostar um 22 þúsund krónur skiptið. Til þess að bólusetningin virki þarf að fara þrisvar sinnum í hana á sex mánaða tímabili. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Félag bandarískra kvensjúkdóma- og fæðingalækna hvetja til þess að bæði konur og karlar upp að 26 ára aldri verði bólusett gegn HPV veirunni. Þar eins og hér á landi eru 12 ára stúlkur þær einu sem eru bólusettar gegn veirunni. „Það eru fleiri hópar sem þessar bólusetningar myndu geta haft áhrif á en ungar stúlkur,“ segir Kristján Oddsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. „Umræðan um þetta er aðeins að hefjast hér á landi.“ „Við höfum ekki verið nógu dugleg til þess að hvetja konur og aðra til þess að bólusetja sig,“ segir Kristján. En að hans sögn myndu bólusetningarnar koma sér vel fyrir fleiri en þær sem eru bólusettar nú.HPV veiran veldur meðal annars krabbameini í endaþarmi Um 80 prósent fólks smitast af HPV veirunni tveimur árum eftir að það byrjar að stunda kynlíf. Um 40 tegundir eru af veirunni og um 15 af þeim eru krabbameinsvaldandi. Í um 90 prósent tilfella losnar fólkið við veiruna af sjálfu sér að sögn Kristjáns. Bóluefnið sem ungum stúlkum er gefið í dag ver þær fyrir tveimur af þessum 15 krabbameinsvaldandi veirum en þær tvær valda um 70 prósent af leghálskrabbameinum. „HPV veiran getur einnig valdið krabbameini í endaþarmi, munnkoki og getnaðarlimi,“ segir Kristján. Samkynhneigðir karlar eru í 17 prósent meiri hættu á að fá krabbamein í endaþarmsop en þeir sem hafa bara kynmök við konur. Það er vegna HPV veirunnar. Foreldrar ungra drengja ættu því að hafa það í huga að láta bólusetja þá. Konur sem eru að koma úr löngum samböndum og hafa áhuga á að stofna til nýrra ættu sömuleiðis að hugleiða bólusetningu. Ekki sé víst að þær hafi fengið veiruna og með bólusetningu væru þær að verja sig gagnvart smiti. Í Danmörku er konum boðið upp á ókeypis bólusetningu upp að 26 ára aldri. Hér á landi þyrftu þær konur og þeir karlmenn sem hafa áhuga á bólusetningu að greiða fyrir hana sjálf. Tvær tegundir bólusetninga eru í boði hér á landi nú og sú dýrari kostar um 22 þúsund krónur skiptið. Til þess að bólusetningin virki þarf að fara þrisvar sinnum í hana á sex mánaða tímabili.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira