Innlent

Útvaldir fá að kaupa miða á Justin Timberlake á undan öðrum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mikil eftirvænting er fyrir tónleikum Justins hér á landi í sumar.
Mikil eftirvænting er fyrir tónleikum Justins hér á landi í sumar.
Seldir hafa verið að minnsta kosti 47 miðar á fyrirhugaða tónleika Justins Timberlake í Kórnum í sumar, þrátt fyrir að almenn miðasala hefjist ekki fyrr en 6. mars.

Þetta kemur fram í frétt mbl.is en þar er birt mynd af kvittun fyrir umræddum miðum. Búið er að strika yfir nafn kaupandans en í skýringu kemur fram að þeir séu vegna veitingastaðarins Tokyo sushi.

Í samtali við fréttastofu Vísis vildi Andrey Rudkov, eigandi staðarins, ekki kannast við miðakaupin. Hann vissi þó af áhuga starfsmanna sinna og taldi vel mögulegt að þeir hefðu sjálfir útvegað sér miða.

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburðarsviðs Senu, segir óhjákvæmilegt að einhverjir miðar leki út áður en sala á þeim hefst formlega.

Forsala hefst hinn 4. mars hjá aðdáendaklúbbi Justins, The Tennessee Kids, og daginn eftir hjá bakhjörlum tónleikanna, Vodafone og WOW Air.

Í forsölu verður leyfilegt að selja um það bil helming allra miða. Því verða um
50% miða í öll svæði að vera í boði þegar almenn sala hefst þann 6.mars.


Tengdar fréttir

Íslendingar óðir í Timberlake

Mikill fjöldi aðdáenda Justins Timberlake á Íslandi skráði sig í erlendan aðdáendaklúbb kappans í gær.

Um tónleika Justins Timberlake á Íslandi

Eftir marga mánuði af slúðursögum er það loksins staðfest að einn vinsælasti tónlistarmaður heims í dag, Justin Timberlake, er á leið til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×