„Þetta er óhuggulegt“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. febrúar 2014 13:44 Mikið er rætt um atvikin innan veggja Laugarnesskóla og brýnt fyrir nemendum að fara ekki upp í bíl með ókunnugum. „Þetta er óhuggulegt,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, en undanfarnar vikur hafa komið upp þrjú tilvik þar sem fullorðinn einstaklingur reynir að tæla ungt barn upp í bíl til sín. Síðasta tilvikið var í gær, en þá reyndi kona að tæla sjö ára barn upp í gráan bíl sem konan ók, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Atvikin hafa vakið óhug á meðal foreldra og hafa komið upp hugmyndir um að koma upp öryggismyndavélum við skólann. „Við höfum ekki rætt um öryggismyndavélar hér innanhúss en ég ætla nú að hafa samband við minn yfirmann og spyrjast fyrir um hvort við þurfum að setja upp slíkt kerfi,“ segir Sigríður Heiða. Hún segir mikla umræðu vera innan veggja skólans um atvikin, að brýnt sé fyrir börnum að fara alls ekki upp í bíla með ókunnugum. „Við erum mjög vakandi í þessum málum og kennum rétt viðbrögð í sérstökum lífsleiknitímum. Börnin hafa brugðist rétt við í þessum tilvikum sem komið hafa upp á yfirborðið að undanförnu,“ útskýrir skólastjórinn. Kennarar í Laugarnesskóla hrósa foreldrum nemenda. „Kennararnir hérna hafa haft á orði við mig hvað foreldrar eru vakandi. Þetta er samstarfsverkefni,“ segir Sigríður. Sigríður Heiða segir þessi mál samt fyrst og fremst vera óhugguleg. „Eins og þetta mál í gær, þetta gerist við Reykjaveg klukkan hálf fimm. Þarna er mikil umferð. Manni finnst það einfaldlega óhuggulegt að það séu til svona sjúkir einstaklingar í samfélaginu.“ Tengdar fréttir Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04 Mikilvægt að lögreglan fái ítarlegar upplýsingar Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi en í gær reyndi maður að tæla drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín við skólann á skólatíma. Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í hverfinu í þessum mánuði. Lögregla hefur aukið eftirlit við skólann. 23. janúar 2014 20:00 Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 16:42 Kona reyndi að tæla barn upp í bíl Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem fullorðinn einstaklingur gerir tilraun til þess að tæla unga nemendur við Laugarnesskóla upp í bíl til sín. 11. febrúar 2014 12:20 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Þetta er óhuggulegt,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, en undanfarnar vikur hafa komið upp þrjú tilvik þar sem fullorðinn einstaklingur reynir að tæla ungt barn upp í bíl til sín. Síðasta tilvikið var í gær, en þá reyndi kona að tæla sjö ára barn upp í gráan bíl sem konan ók, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Atvikin hafa vakið óhug á meðal foreldra og hafa komið upp hugmyndir um að koma upp öryggismyndavélum við skólann. „Við höfum ekki rætt um öryggismyndavélar hér innanhúss en ég ætla nú að hafa samband við minn yfirmann og spyrjast fyrir um hvort við þurfum að setja upp slíkt kerfi,“ segir Sigríður Heiða. Hún segir mikla umræðu vera innan veggja skólans um atvikin, að brýnt sé fyrir börnum að fara alls ekki upp í bíla með ókunnugum. „Við erum mjög vakandi í þessum málum og kennum rétt viðbrögð í sérstökum lífsleiknitímum. Börnin hafa brugðist rétt við í þessum tilvikum sem komið hafa upp á yfirborðið að undanförnu,“ útskýrir skólastjórinn. Kennarar í Laugarnesskóla hrósa foreldrum nemenda. „Kennararnir hérna hafa haft á orði við mig hvað foreldrar eru vakandi. Þetta er samstarfsverkefni,“ segir Sigríður. Sigríður Heiða segir þessi mál samt fyrst og fremst vera óhugguleg. „Eins og þetta mál í gær, þetta gerist við Reykjaveg klukkan hálf fimm. Þarna er mikil umferð. Manni finnst það einfaldlega óhuggulegt að það séu til svona sjúkir einstaklingar í samfélaginu.“
Tengdar fréttir Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04 Mikilvægt að lögreglan fái ítarlegar upplýsingar Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi en í gær reyndi maður að tæla drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín við skólann á skólatíma. Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í hverfinu í þessum mánuði. Lögregla hefur aukið eftirlit við skólann. 23. janúar 2014 20:00 Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 16:42 Kona reyndi að tæla barn upp í bíl Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem fullorðinn einstaklingur gerir tilraun til þess að tæla unga nemendur við Laugarnesskóla upp í bíl til sín. 11. febrúar 2014 12:20 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04
Mikilvægt að lögreglan fái ítarlegar upplýsingar Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi en í gær reyndi maður að tæla drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín við skólann á skólatíma. Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í hverfinu í þessum mánuði. Lögregla hefur aukið eftirlit við skólann. 23. janúar 2014 20:00
Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 16:42
Kona reyndi að tæla barn upp í bíl Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem fullorðinn einstaklingur gerir tilraun til þess að tæla unga nemendur við Laugarnesskóla upp í bíl til sín. 11. febrúar 2014 12:20
Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48