Innlent

Kona reyndi að tæla barn upp í bíl

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Atvikið gerðist í grennd við Laugarnesskóla í gær.
Atvikið gerðist í grennd við Laugarnesskóla í gær.
Kona reyndi að tæla barn við Laugarnesskóla upp í gráan bíl sem hún ók, seinni partinn í gær. Í tölvupósti sem Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla sendi foreldrum nemenda skólans í gær, kemur fram að atvikið hafi gerst á Reykjavegi.

„Barnið brást rétt við og sagði nei,“ segir Sigríður í póstinum til foreldra.

Jafnframt kom fram í póstinum að málið hafi verið tilkynnt til lögreglu.

Sigríður segist hafa beðið starfsfólk skólans að brýna fyrir börnum sínum að fara ekki upp í bíl með ókunnugum.

Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem fullorðinn einstaklingur gerir tilraun til þess að tæla unga nemendur við Laugarnesskóla upp í bíl til sín.


Tengdar fréttir

Mikilvægt að lögreglan fái ítarlegar upplýsingar

Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi en í gær reyndi maður að tæla drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín við skólann á skólatíma. Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í hverfinu í þessum mánuði. Lögregla hefur aukið eftirlit við skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×