Erlent

Kviknaði aftur í út frá glæðum í Lærdal

Stórt svæði í bænum er brunnið til kaldra kola.
Stórt svæði í bænum er brunnið til kaldra kola. Vísir/AFP
Kjarreldur kviknaði í Lærdal í nótt skammt frá þar sem stórbruni varð um helgina. Mikill vindur hefur verið í bænum, sem olli því hve hratt eldurinn fór hús úr húsi. Sama var upp á teningnum í nótt og svo virðist sem glæður sem enn leynist í húsarústunum hafi fokið í kjarrið. Öflug vakt slökkviliðs er í bænum og því tók skamma stund að slökkva eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×