Erlent

30 dæmdir til dauða fyrir flutning á heróíni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Málið er það stærsta af sinni tegund í Víetnam.
Málið er það stærsta af sinni tegund í Víetnam. nordicphotos/afp
Þrjátíu einstaklingar voru í gær dæmdir til dauða í Víetnam fyrir flutning á heróíni.

Þetta mun vera umfangsmesta eiturlyfjamál í sögu landsins en alls voru 89 manns fundir sekir um flutning á heróíni.

Þrjátíu einstaklingar voru einnig dæmdir í lífstíðarfangelsi.

46 manns fengu 20 ára fangelsisdóm og síðan voru 30 manns dæmdir til dauða.

Alls var lagt hald á tólf tonn af efninu á tímabilinu 2006-2012 en nú er réttarhaldinu lokið yfir sakborningunum.

Heróínið var flutt frá Víetnam til Kína og annarra landa í Asíu á tímabilinu en gríðarlegt magn af efninu er framleitt í Víetnam.

Lög í Víetnam segja til um að ef einstaklingur er tekinn með meira en 100 grömm af heróíni, á hann yfir höfði sér lífstíðar fangelsi eða dauðadóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×