Erlent

Átta ára drengur lést eftir að hafa bjargað fjölskyldu sinni úr eldsvoða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lést eftir að hafa bjargað fjölskyldu sinni úr eldsvoða.
Lést eftir að hafa bjargað fjölskyldu sinni úr eldsvoða. mynd / samsett
Tyler Doohan, átta ára drengur í New York, er álitinn þjóðarhetja í Bandaríkjunum eftir að hann bjargaði sex ættingjum sínum úr eldsvoða.

Hann lét lífið er hann reyndi að bjarga fötluðum frænda sínum út úr brennandi hjólhýsi.

Tyler Doohan fannst látinn í svefnherbergi i hjólhýsi í Penfield í New York fylki.

Níu einstaklingar voru inni í hjólhýsinu þegar eldur braust út aðfaranótt sunnudags.

Doohan náði að vekja sex aðila sem voru inni í hjólhýsinu en meðal þeirra voru amma hans, frænka og tvö börn á aldrinum fjögurra til sex ára.

Hann fór síðan aftur inn í hjólhýsið og ætlaði að vekja frænda sinn, Steve Smith, en allt kom fyrir ekki og drengurinn lét lífið. Afi hans lést einnig í eldsvoðanum.

Drengurinn hafði farið í heimsókn til ömmu sinnar og afa og fengið að gista þar sem frí var í skólanum daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×