Erlent

90 mafíósar handteknir á Ítalíu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögreglumenn í Róm biðu mannanna í morgun við krár og pizzastaði sem talið er að klíkan hafi rekið.
Lögreglumenn í Róm biðu mannanna í morgun við krár og pizzastaði sem talið er að klíkan hafi rekið. mynd/getty
Lögregla á Ítalíu handtók 90 manns í dag í nágrenni Napólí, í Flórens og í höfuðborginni Róm.

Hinir handteknu eru sagðir meðlimir valdamikillar mafíuklíku, Contini-klíkunnar, og var hald lagt á eignir metnar á yfir 35 milljarða (222 milljónir evra) í eigu meðlima klíkunnar. Contini-klíkan er hluti af stærri glæpasamtökum sem kalla sig Camorra.

Lögreglumenn í Róm biðu mannanna í morgun við krár og pizzastaði sem talið er að klíkan hafi rekið. Einn staðanna er vinsæll veitingastaður skammt frá þinghúsi borgarinnar.

Einn hinna handteknu, 43 ára gamall kaupsýslumaður, slapp þó úr haldi lögreglu á heimili sínu og stökk út um glugga á fjórðu hæð og lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×