Erlent

Snowden svaraði spurningum í beinni

Bjarki Ármannsson skrifar
Snowden nýtur um þessar mundir hælis í Rússlandi.
Snowden nýtur um þessar mundir hælis í Rússlandi. Mynd/AP
Rétt í þessu lauk opnu viðtali við heimsþekkta uppljóstrarann Edward Snowden á vefsíðunni Free Snowden, þar sem netverjar gátu sent inn spurningar í gegnum Twitter.

Meðal þess sem kom fram í viðtalinu var það að Snowden segist ekki óttast um líf sitt þótt margir hafi hótað honum lífláti undanfarið.

„Ég er var við það, en ég læt það ekki hræða mig," segir Snowden í viðtalinu. „Maður sér ekki eftir neinu þegar maður gerir það rétta."

Einngi hrósaði hann Fidel Narvaez, starfsmanni ekvadorska sendiráðsins í London sem missti starf sitt við að hjálpa Snowden. Hann tók það líka fram að hann telur það rétt að hann fái að snúa aftur til Bandaríkjanna, en að það geti ekki gerst fyrr en gildandi lögum um uppljóstrara sé breytt.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér. Snowden hlaut heimsfrægð í fyrra þegar hann lak háleynilegum upplýsingum um víðtækt eftirlitskerfi Bandaríkjanna og Bretlands til dagblaðsins The Guardian. Hann er eftirlýstur af Bandarískum stjórnvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×