Erlent

Sprengt í Kaíró á afmæli uppreisnarinnar

Nú eru þrjú ár liðin frá því mótmælin gegn Mubarak forseta hófust í Egyptalandi.
Nú eru þrjú ár liðin frá því mótmælin gegn Mubarak forseta hófust í Egyptalandi. Vísir/AFP
Stór bílasprengja sprakk í Kaíró höfuðborg Egyptalands í morgun, nálægt höfuðstöðvum lögreglunnar í landinu. Þrír létust að minnsta kosti og þrjátíu eru særðir að því er BBC fréttastofan hefur eftir egypskum yfirvöldum.

Sjónarvottar segja að stór reykjamökkur hafi stigið upp yfir borgina og að skothríð hafi heyrst í kjölfar sprengingarinnar. Nú eru rétt þrjú ár liðin frá því almenningur reis upp í landinu og mótmælti sem varð til þess að Múbarak forseti til áratuga hrökklaðist frá völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×