Erlent

Karadzic og Mladic saman í réttarsal

Radovan Karadzic var forseti Bosníu-Serba á tíunda áratugnum.
Radovan Karadzic var forseti Bosníu-Serba á tíunda áratugnum. Vísir/AFP
Tveir af áfhrifamestu mönnum í stríðinu í Bosníu á tíunda áratugi síðustu aldar verða staddir saman í réttarsal í Haag í dag. Þá munu réttarhöld stríðsglæpadómstólsins yfir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba halda áfram og hefur hershöfðinginn Ratko Mladic verið kallaður fyrir réttinn til að bera vitni.

Karadzic er ákærður í ellefu liðum, þar á meðal fyrir að fyrirskipa þjóðarmorð í borginni Srebbrenica árið 1995, þar sem sjöþúsund og fimmhundruð múslimskir menn og drengir voru myrtir.

Mladic var hershöfðingi Bosníu-Serba á sama tíma en tvímenningarnir hafa ekki sést saman opinberlega frá því átökunum lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×