Erlent

Settu heimsmet í sjónvarpsáhorfi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Þremenningarnir tóku þátt í áskorun í Las Vegas.
Þremenningarnir tóku þátt í áskorun í Las Vegas.
Þrír Bandaríkjamenn settu nýtt heimsmet í samfelldu sjónvarpsáhorfi í síðustu viku. Þeir horfðu á sjónvarpið í 87 klukkustundir í einu. Þeir fengu fimm mínútna pásu á klukkutímafresti og máttu, samkvæmt reglum Guinness heimsmetabókarinnar, safna þessum fimm mínútna hvíldarstundum í lengri heild. Lengsta hvíldarstund sem einn þremenningana tók var 80 mínútur.

Þremenningarnir tóku þátt í áskorun í Las Vegas og fengu um 200 þúsund krónur hver um sig, auk sjónvarps, spjaldtölvu,  lífstíðaráskrift sjónvarpsþjónustu TiVo Roamio og fleiri vinninga.

Þeir slógu um tveggja ára gamalt heimsmet sem var sett af tveimur mönnum sem sátu og horfðu á Simpsons-þætti í 86 klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×