Erlent

Skora á forsetann að sleppa pólitískum föngum

Gunnar Valþórsson skrifar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á Salva Kiir, forseta Suður Súdans, að hann sleppi pólitískum föngum úr haldi til þess að liðka fyrir friðarviðræðum í landinu.

Foringi uppreisnarmanna, varaforsetinn fyrrverandi, Riek Machar, hefur lýst því yfir að hann hefji ekki friðarviðræður fyrr en ellefu samherjum hans hefur verið slepp úr haldi. Svo virðist sem fjarað hafi undan sókn uppreisnarmanna og misstu þeir tökin á bænum Bentiu í gær.

Nú berast af því fregnir að stjórnarhermenn safnist saman umhverfis bæinn Bor, sem er síðasti bærinn sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. Vel á annað þúsund manns hafa fallið í átökunum sem hófust seint á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×