Ríkissaksóknari vill svör frá innanríkisráðuneytinu Jóhannes Stefánsson skrifar 11. janúar 2014 16:45 Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna málsins. mynd/Stefán Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna minnisblaðs um málefni Tony Omos og barnsmóður hans, Evelyn Glory Joseph. Í minnisblaðinu kemur fram að Tony sé grunaður um mansal, eins og kom fram í frétt Vísis í nóvember. Lögmaður Evelyn Glory Joseph hefur kært innanríkisráðherra til ríkissaksóknara sem hefur í kjölfarið óskað eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu vegna málsins. Kæran er komin til vegna gruns um að minnisblaði hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu, en í minnisblaðinu er meðal annars greint frá því að Tony Omos sé grunaður um mansal.DV greindi frá því í gær að Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos, hefði kært Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og starfsmenn innanríkisráðuneytisins til lögreglu. Telur lögmaðurinn að Tony hafi verið beittur ranglæti stjórnvalds við úrlausn eða meðferð máls, auk þess sem hann telur Tony hafa orðið fyrir ærumeiðingum og aðdróttunum af hálfu innanríkisráðuneytisins. Meint brot kunna að varða við sjö ákvæði hegningarlaga.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur neitað því að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu." Hún hefur beðist undan málinu í fjölmiðlum og neitaði að svara spurningum Reykjavík vikublaðs eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þetta kemur fram í frétt í Reykjavík vikublaði í dag. Hvorki náðist í innanríkisráðherra né ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.Uppfært:Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir það ekki rétt að ríkissaksóknari hafi krafið innanríkisráðherra svara. Ríkissaksóknari hafi sent fyrirspurn til ráðuneytisins eftir að lögregla sendi kæru frá lögmanni konunnar til þess að meta hvort skoða eigi málið. Málið sé í því ferli núna. Lekamálið Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna minnisblaðs um málefni Tony Omos og barnsmóður hans, Evelyn Glory Joseph. Í minnisblaðinu kemur fram að Tony sé grunaður um mansal, eins og kom fram í frétt Vísis í nóvember. Lögmaður Evelyn Glory Joseph hefur kært innanríkisráðherra til ríkissaksóknara sem hefur í kjölfarið óskað eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu vegna málsins. Kæran er komin til vegna gruns um að minnisblaði hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu, en í minnisblaðinu er meðal annars greint frá því að Tony Omos sé grunaður um mansal.DV greindi frá því í gær að Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos, hefði kært Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og starfsmenn innanríkisráðuneytisins til lögreglu. Telur lögmaðurinn að Tony hafi verið beittur ranglæti stjórnvalds við úrlausn eða meðferð máls, auk þess sem hann telur Tony hafa orðið fyrir ærumeiðingum og aðdróttunum af hálfu innanríkisráðuneytisins. Meint brot kunna að varða við sjö ákvæði hegningarlaga.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur neitað því að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu." Hún hefur beðist undan málinu í fjölmiðlum og neitaði að svara spurningum Reykjavík vikublaðs eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þetta kemur fram í frétt í Reykjavík vikublaði í dag. Hvorki náðist í innanríkisráðherra né ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.Uppfært:Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir það ekki rétt að ríkissaksóknari hafi krafið innanríkisráðherra svara. Ríkissaksóknari hafi sent fyrirspurn til ráðuneytisins eftir að lögregla sendi kæru frá lögmanni konunnar til þess að meta hvort skoða eigi málið. Málið sé í því ferli núna.
Lekamálið Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira