Ríkissaksóknari vill svör frá innanríkisráðuneytinu Jóhannes Stefánsson skrifar 11. janúar 2014 16:45 Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna málsins. mynd/Stefán Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna minnisblaðs um málefni Tony Omos og barnsmóður hans, Evelyn Glory Joseph. Í minnisblaðinu kemur fram að Tony sé grunaður um mansal, eins og kom fram í frétt Vísis í nóvember. Lögmaður Evelyn Glory Joseph hefur kært innanríkisráðherra til ríkissaksóknara sem hefur í kjölfarið óskað eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu vegna málsins. Kæran er komin til vegna gruns um að minnisblaði hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu, en í minnisblaðinu er meðal annars greint frá því að Tony Omos sé grunaður um mansal.DV greindi frá því í gær að Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos, hefði kært Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og starfsmenn innanríkisráðuneytisins til lögreglu. Telur lögmaðurinn að Tony hafi verið beittur ranglæti stjórnvalds við úrlausn eða meðferð máls, auk þess sem hann telur Tony hafa orðið fyrir ærumeiðingum og aðdróttunum af hálfu innanríkisráðuneytisins. Meint brot kunna að varða við sjö ákvæði hegningarlaga.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur neitað því að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu." Hún hefur beðist undan málinu í fjölmiðlum og neitaði að svara spurningum Reykjavík vikublaðs eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þetta kemur fram í frétt í Reykjavík vikublaði í dag. Hvorki náðist í innanríkisráðherra né ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.Uppfært:Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir það ekki rétt að ríkissaksóknari hafi krafið innanríkisráðherra svara. Ríkissaksóknari hafi sent fyrirspurn til ráðuneytisins eftir að lögregla sendi kæru frá lögmanni konunnar til þess að meta hvort skoða eigi málið. Málið sé í því ferli núna. Lekamálið Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu vegna minnisblaðs um málefni Tony Omos og barnsmóður hans, Evelyn Glory Joseph. Í minnisblaðinu kemur fram að Tony sé grunaður um mansal, eins og kom fram í frétt Vísis í nóvember. Lögmaður Evelyn Glory Joseph hefur kært innanríkisráðherra til ríkissaksóknara sem hefur í kjölfarið óskað eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu vegna málsins. Kæran er komin til vegna gruns um að minnisblaði hafi verið lekið úr innanríkisráðuneytinu, en í minnisblaðinu er meðal annars greint frá því að Tony Omos sé grunaður um mansal.DV greindi frá því í gær að Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos, hefði kært Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og starfsmenn innanríkisráðuneytisins til lögreglu. Telur lögmaðurinn að Tony hafi verið beittur ranglæti stjórnvalds við úrlausn eða meðferð máls, auk þess sem hann telur Tony hafa orðið fyrir ærumeiðingum og aðdróttunum af hálfu innanríkisráðuneytisins. Meint brot kunna að varða við sjö ákvæði hegningarlaga.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur neitað því að bera ábyrgð á lekanum og sagði til dæmis á Alþingi þann 16. desember: „Við getum ekki fundið því stað, forsvarsmenn og stjórnendur ráðuneytisins, að þessi gögn hafi farið út úr ráðuneytinu." Hún hefur beðist undan málinu í fjölmiðlum og neitaði að svara spurningum Reykjavík vikublaðs eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þetta kemur fram í frétt í Reykjavík vikublaði í dag. Hvorki náðist í innanríkisráðherra né ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.Uppfært:Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir það ekki rétt að ríkissaksóknari hafi krafið innanríkisráðherra svara. Ríkissaksóknari hafi sent fyrirspurn til ráðuneytisins eftir að lögregla sendi kæru frá lögmanni konunnar til þess að meta hvort skoða eigi málið. Málið sé í því ferli núna.
Lekamálið Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira