Erlent

Bangkok í herkví mótmælenda

vísir/AFP
Mótmælendur í Tælandi voru fjölmennir á götum höfuðborgarinnar Bangkok í morgun, annan daginn í röð en þeir hafa heitið því að lama alla starfsemi í borginni. Hópar fólks umkringdu tollhús borgarinnar og allar aðal umferðaræðar inn í borgina hafa verið lokaðar frá því í gær.

Fólkið krefst þess að ríkisstjórn Yingluck Shinawatra fari þegar frá völdum og að nefnd á vegum fólksins verði falið að stjórna landinu.

Mótmælendurnir staðhæfa að Yingluck forsætisráðherra sé aðeins brúða í höndum bróður hennar, Thaksin Shinawatra, sem í raun ráði lögum og lofum í landinu þrátt fyrir að hafa verið í útlegð í rúman áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×