Erlent

Skaut mann í bíói af því hann var í símanum

Elimar Hauksson skrifar
Mennirnir tveir voru í kvikmyndahúsi Cobb í Flórida.
Mennirnir tveir voru í kvikmyndahúsi Cobb í Flórida.
Lögreglumaður á eftirlaunum skaut annan mann til bana í kvikmyndahúsi í Flórida í dag. Frá þessu greinir á vef BBC.

Curtis Reeves, 71 árs eldri borgari, lenti upp á kannt við Chad Oulson, 43 ára, sem sat fyrir framan hann í kvikmyndahúsinu og neitaði að hætta að senda sms.

Sjónarvottar segja að einhver hafi hent poppi og skömmu síðar hafi Curtis Reeves skotið Oulson, sem lést af sárum sínum.

Eiginkona Oulson slasaðist í árásinni en hún setti hönd sína yfir andlit Oulson rétt áður en hann var skotinn og hlaut af skotsár. Curtis var í kjölfarið yfirbugaður af lögreglumanni á frívakt sem hafði einnig verið í kvikmyndahúsinu.

Atvikið gerðist yfir auglýsingum en mennirnir ætluðu að horfa á kvikmyndina Lone Survivor með leikarann Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Kvikmyndahúsið var tæmt og því lokað í kjölfar árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×