Erlent

Tvær særðust í átökum í Bangkok

Bangkok er í herkví mótmælenda.
Bangkok er í herkví mótmælenda. Vísir/AP
Tveir særðust í skotárás í Bangkok höfuðborg Tælands í nótt þar sem mótmælendur ríkisstjórnarinnar hafa lokað helstu byggingum og umferðaræðum.

Óljóst er hvað gerðist en óþekktir byssumenn skutu í átt að aðalbækistöð mótmælenda í hverfinu með þeim afleiðingum að maður og kona særðust. Þá sprakk lítil sprengja í grennd við heimili leiðtoga stjórnarandstöðunnar án þess að hann bæri skaða af.

Lokun borgarinnar hófst á mánudag en mótmælendur fullyrða að forsætisráðherrann Yingluck Shinawatra sé aðeins strengjabrúða bróður hennar, fyrrverandi forsætisráðherrans sem nú er í útlegð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×