Erlent

Segja kjörsókn góða í Egyptalandi en birta þó engar tölur

Vísir/AP
Yfirvöld í Egyptalandi fullyrða að góð þátttaka hafi verið í kosningum um nýja stjórnarskrá sem fram fóru í gær og í fyrradag í landinu, þrátt fyrir Bræðralag múslima, helsta stjórnarandstöðuaflið, hafi hvatt sitt fólk til þess að sitja heima.

Engar tölur hafa þó verið gefnar upp um kjörsókn en yfirmaður kjörstjórnar sagði í gærkvöldi að fleiri hafi mætt til þessara kosninga en síðustu atkvæðagreiðslu, sem haldin var þegar Muhammed Morsi fyrrverandi forseti var við völd.

Kjördagurinn í gær gekk án mikilla vandkvæða en á þriðjudag létust níu í átökum í tengslum við kosninguna. Búist er við lokatölum á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×