Erlent

Hugsanleg lækning við krabbameini

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Um helmingur allra þeirra sem greinast með heilakrabbamein deyja innan 15 mánaða og þá einkum þeir sem greinast með algengasta meinið, Glioblastoma, sem er illkynja frumuæxli. Nú hefur nýtt tæki verið fundið upp sem gæti lengt líf þessara einstaklinga. Þetta kemur fram á heimasíðu CBS.

Hefðbundnar meðferðir við þessu meini, líkt og skurðaðgerðir, geislameðferðir og lyfjameðferðir hafa hingað til ekki borið nægilegan árangur.

Þetta nýja tæki ber heitið Novo-Cure cap og sendir það frá sér rafstrauma á meinið í heilanum sem verður til þess að frumur hætta að aðskilja sig en það er nauðsynlegt svo meinið hætti að stækka.

Um 250 manns hafa nú þegar prófað þessa nýju tækni. Engar aukaverkanir fylgja því en þessu gæti fylgt einhver erting við hársvörðinn.

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur einungis gefið leyfi fyrir notkun höfuðbúnaðarins fyrir þá aðila sem hafa endurtekið greinst með þetta mein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×