Erlent

Heilsu Sharon hrakar ört

Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels.
Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels.
Heilsu Ariels Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur hrakað mjög síðustu daga. Sharon hefur legið í dái í átta ár en talsmaður spítalans sem hefur annast hann sagði í morgun að nýru hans séu nú hætt að starfa. Sharon, sem var hershöfðingi í her Ísraelsmanna áður en hann sneri sér að stjórnmálum, er dáður af mörgum samlanda sinna, en hataður af Palestínumönnum.

Á meðan hann var varnarmálaráðherra árið 1982, stóð hann fyrir innrás Ísraela í Líbanon. Á meðan á innrásinni stóð myrtu kristnir vígamenn hundruð palestínumanna í tveimur flóttamannabúðum í Beirút sem lutu þá stjórn ísraelska hersins.

Dómstóll komst síðar að þeirri niðurstöðu að Sharon bæri ábyrgð á því að morðingjarnir hefðu fengið að athafna sig án mótspyrnu frá hernum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×