Erlent

Vígamenn stjórna stórum svæðum borga í Írak

Samúel Karl Ólason skrifar
Vopnaðar sveitir íslamista keyra um götur Fallujah á lögreglubílum.
Vopnaðar sveitir íslamista keyra um götur Fallujah á lögreglubílum. Mynd/AP
Sérsveitir í Írak berjast nú við vopnaðar sveitir herskárra íslamista tengda al-Kaída í Írak, sem hafa hertekið stór svæði í borgunum Ramadi og Fallujah. Vígamennirnir hafa ráðist á lögreglustöðvar og sett upp vegatálma í borgunum þar sem þeir l

Sagt er frá þessu á vef BBC.

Báðar borgirnar eru í Anbar héraði, þar sem umsvif herskárra Súnníta hafa aukist að undanförnu. Vígamennirnir sem um ræðir eru frá samtökunum Islamic State of Iraq and the Levant og tengjast þau al-Kaída.

Háttsettur lögreglumaður í héraðinu sagði vígamennina hafa hertekið tíu lögreglustöðvar hið minnsta og sleppt fjölda fanga úr haldi.

Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, neitar ásökunum Súnníta um að ríkisstjórn landsins, þar sem Sjítar hafa tögl og haldir, hafi níðst á Súnnítum og hefur skipað liðsauka á svæðið. Spenna á svæðinu jókst nýlega þegar tíu manns létust þegar öryggissveitir réðust gegn mótmælabúðum Sjíta í Ramadi.

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum var síðasta ár það blóðugasta í Írak frá 2008 og féllu að minnsta kosti 7.818 borgara og 1.050 meðlimir öryggissveita í árásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×