Erlent

Brjálað veður í Bandaríkjunum

Í nágrenni Boston mældist jafnfallinn snjór 53 sentimetrar.
Í nágrenni Boston mældist jafnfallinn snjór 53 sentimetrar. MYND/AP
Gríðarlegur snjóstormur gengur nú yfir norðausturhluta Bandaríkjanna síðustu klukkutímana og hefur þurft að aflýsa þúsundum flugferða í miðvesturríkjunum svokölluðu.

Í Massachussets mældist jafnfallinn snjór heilir fimmtíu og þrír sentimetrar að því er fram kemur á fréttavef BBC en stormurinn er nú að færa sig frá miðvesturríkjunum og austur á bóginn. Ríkisstjórarnir í New York og New Jersey hafa lýst yfir neyðarástandi í ríkjunum og hvetja fólk til þess að halda sig innandyra.

Í Kanada eru miklir kuldar og í Montreal og Winnipeg mældist tuttugu og sex stiga frost, og þá er vindkælingin ekki talin með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×