Erlent

Heitasta ár í Ástralíu frá upphafi mælinga

Mynd/AP
Árið 2013 var það heitasta í Ástralíu frá því mælingar hófust, árið 1910. Veðurfræðingar segja að hitinn í fyrra hafi verið einu komma tveimur stigum fyrir ofan meðaltalið að því er fram kemur í ársskýrslu veðurstofunnar þar í landi.

Veturinn var einnig óvenju hlýr og leiddi það til verstu kjarr- og skógarelda í grennd við Sindey frá árinu 1968.

Samkvæmt skýrslunni er þróunin í Ástralíu í takt við það sem er að gerast á heimsvísu af völdum gróðurhúsalofttegunda. Síðasta áratuginn hafa öll árin, nema eitt, verið yfir meðaltalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×