Erlent

Skotinn til bana af ísraelskum hermanni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil spenna á Gazasvæðinu.
Mikil spenna á Gazasvæðinu. nordicphotos/getty
Adnan Abu Khater, 16 ára drengur frá Palestínu, var skotinn til bana af ísraelskum hermanni í gær en hann var þá staddur við landamæri landanna.

Hermaðurinn ku hafa skotið drenginn í fótinn með þeim afleiðingum að hann lést af völdum blæðinga.

Samkvæmt talsmanni ísraelska hersins eiga nokkrir aðilar að hafa unnið skemmdaverk við landamæragirðingu og í kjölfarið mun hermaðurinn þá hafa látið til skara skríða.

Mikil spenna er á Gazasvæðinu og mun atvikið hafa hellt olíu á eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×