Erlent

Telja hið opinbera vanhæft til að leysa vandamál

Jóhannes Stefánsson skrifar
Margir Bandaríkjamenn vilja að kjörnir fulltrúar sjái um að leysa vandamálin þrátt fyrir að flestir treysti þeim ekki til þess.
Margir Bandaríkjamenn vilja að kjörnir fulltrúar sjái um að leysa vandamálin þrátt fyrir að flestir treysti þeim ekki til þess. AP
Bandaríkjamenn hafa mjög litla trú á að kjörnir fulltrúar geti eða muni leysa mörg af þeim stóru vandamálum sem blasa við þjóðinni samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var af Associated Press.

Helmingur svarenda segja að lýðræðiskerfi bandaríkjanna þarfnist mikilla breytinga eða algjörrar endurskoðunar en einungis 1 af hverjum 20 segja að það virki vel og þarfnist ekki breytinga.

Um 70 prósent hafa ekki trú á getu hins opinbera til að „takast á við vandamál og hindranir sem blasa við þjóðinni árið 2014."

Athygli vekur að þrátt fyrir þessa litlu trú á hæfni hins opinbera til að takast á við og leysa vandamál vilja flestir að það sjái engu að síður um lausnirnar. Þannig segjast til dæmis 57 prósent svarenda vilja að hið opinbera leysi flókin efnahagsleg vandamál, þrátt fyrir að yfirgnæfandi meirihluti efist á sama tíma um hæfni þess til að geta leyst verkið.

Boston Globe segir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×