Erlent

Uppfinningamenn sem græddu ekkert

Samúel Karl Ólason skrifar
Harvey Ball græddi einungis 45 bandaríkjadali á hönnun broskallsins.
Harvey Ball græddi einungis 45 bandaríkjadali á hönnun broskallsins. Mynd/AP
Huffington Post hefur tekið saman upplýsingar um tólf helstu uppfinningamenn heims sem græddu ekkert á uppfinningum sínum. Þeirra á meðal er maðurinn sem fann upp karókí-vélina og maðurinn sem bjó til tölvuleikinn Tetris.

Edwin H. Armstrong setti upp fyrstu FM útvarpssendana og forðaði þannig fólki frá lélegum hljóðgæðum AM útvarpsins. Stór útvarpsfyrirtæki í Bandaríkjunum þrýstu mikið á stjórnvöld til að gera tækni Edwin ólöglega. Það tókst ekki en hin miklu málaferli sem fylgdu ráku Edwin til sjálfsmorðs árið 1954.

Efnafræðingurinn John Walker uppgötvaði eldspýtur fyrir slysni þegar það kviknaði í priki sem hann hafði notað til að hræra saman efnum. Vinir hans þrýstu mikið á hann að fá einkaleyfi á eldspýtum en hann sagði uppgötvunina vera of smávægilega. Á hverju ári eru notaðar fleiri en 500 milljarðar eldspýtna í Bandaríkjunum.

Alexey Pajitnov þróaði tölvuleikinn Tetris á ríkisrekni rannsóknarstofu í Sovétríkjunum á níunda áratugnum. Hann hagnaðist þó ekki á tölvuleiknum fyrr en  hann fluttist til Bandaríkjanna árið 1996.

Trommuleikarinn Daisuke Inoue spilaði með hljómsveit sem leyfði áhorfendum að syngja bakraddir. Hann var fyrstur til að hugsa upp og þróa karókí, en það gerði hann árið 1971. Hann sótti þó ekki um einkaleyfi og hagnaðist því ekkert á uppfinningunni.

Harvey Ball bjó til broskallinn sem allir þekkja fyrir auglýsingastofu árið 1963. Á innan við áratug var búið að framleiða fleiri en 50 milljónir barmmerki með broskallinum. Harvey græddi 45 dollara á hönnun sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×