Erlent

Sextán látnir í óveðrinu í Bandaríkjunum

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Sextán eru látnir í óveðri og kulda sem nú gengur yfir norðausturhluta Bandaríkjanna og hefur þegar þurft að aflýsa tæplega tvö þúsund flugferðum víðs vegar um landið. Ríkisstjórar í New York og New Jersey hafa lýst yfir neyðarástandi og hvetja fólk til að halda kyrru fyrir heima hjá sér.

Margir hinna látnu týndu lífi í umferðaróhöppum og hefur Bill de Blasio, nýr borgarstjóri New York, hvatt íbúa til að notast við almenningssamgöngur. Búið er að senda út leitarteymi til að þræða götur New York og Boston með það í huga að koma heimilislausum í skjól en frostið hefur mælst allt að 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×