Erlent

Gríðarlega kalt í Bandaríkjunum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Vefsíðan Gawker.com birti í dag kort af Bandaríkjunum sem sýnir sannkallaðan fimbulkulda víðast hvar þar í landi.

Vetrarstormurinn Hercules hefur herjað á austurhluta Bandaríkjanna og Kanada en honum fylgir bæði mikil snjókoma og frost eins og sést á kortinu.

Fyrirsögn fréttar Gawker er „Ekki fara út í dag!“

Þar er fólk varað við því að fara út í kvöld og sagt að veðurfræðingar tali um kuldastigið sem lífshættulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×