Erlent

Morrissey líkir kjötáti við barnaníð og morð

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Breski söngvarinn er mjög óánægður með kjötát.
Breski söngvarinn er mjög óánægður með kjötát. Mynd/AFP
Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segist ekki sjá neinn mun á barnaníði og kjötáti. DV greinir frá þessu.

Morrissey sat fyrir svörum á aðdáendasíðu sinni True to You þegar aðdáandi hans spurði hann hvers vegna hann hefði ákveðið að hætta að borða kjöt.

Morrissey benti aðdáendum sínum að skoða myndband á Youtube sem heitir „The video the meat industry doesn't want you to see“ eða „Myndbandið sem kjötiðnaðurinn vill ekki að þú sjáir“ og sagði að ef það hefði ekki siðferðisleg áhrif á áhorfandann þá væri hann líklegast gerður úr graníti.

Morrissey sagði ennfremur: „Ég sé engan mun á því að borða dýr og barnaníði. Bæði er nauðgun, ofbeldi, morð. Ef ég er kynntur fyrir einhverjum sem borðar verur þá geng ég í burtu.“

Hann bað fólk að ímynda sér að það væri á næturklúbbi og einhver segði við það: „Halló ég hef gaman af blóðbaði, hálsskurði og eyðingu lífs,“ og sagðist efa það að þetta fólk myndi skiptast á símanúmerum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×